Færsluflokkur: Bloggar
21.10.2011 | 20:20
"eyðing" atvinnuleysis
Það er ekki svo að atvinnuleysi hér hafi verið eytt.
Það hefu verið flutt.
Um 5% úr landi, 2,5 % inní skólana (fólk gefst svo í hrönnum upp uppúr áramótum þar sem skrúfað er fyrir fjármögun skóla og LÍN og fara þá í 3 mánuði á sveitarfélögin) og um 1% beint á sveitarfélögin. Þá eru ótaldir þeir sem hafa verið sviptir bótum fyrir yfirsjónir eða "svindl" þar sem þeir hafa viljað ná uppí framfærslulágmarkið sem liggur um 100þ. yfir bótunum.
5,7 + 5 + 2,5 + 1 = 14,2%
Þetta er svoköllu "Færeysk Leið".
Færeyingar eru ekki enn komnir uppúr sínu hruni sem varð um svipað leyti og Jóhanna lofaði fyrst að taka af verðtrygginguna.
Einu mikilvægu málin sem Spillingin á eftir er að þreyja út kjörtímabilið er að hanga límd við katlana, þ.e.a.s. að dragnast með líkið af VG framhjá öllum óþægilegu málunum.
![]() |
Ná atvinnuleysi niður í 4-5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2011 | 16:44
Allt nema bætur = hátekjur.
Það versta við að skrallið virkar aðeins í aðra áttina og nú á að skralla um nokkur prósent niður, þ.e.a.s. í stað þess að þrepin fylgi verðþróun eða vísitölu verða þau handsnúin niður um 3,7% það er að hvert þrep lækkar sem því munar eða eins og það er í raun SKATTAR HÆKKA!
Haldi þessi þróun áfram er þess ekki langt að bíða (8-9 ár) að ef a-o er ekki á bótum er hann í mið-skatt-flokknum og ef að hann vinnur fyrir framreiknaðri framfærslu eftir segjum t.d. 10 ár mun fólk það sem ekki er á launum undir fátæktramörkum í raun vera flokkað hátekjufólk.
Þá verða jafnaðarmenn ánægðir því allir eru jafnir, þ.e.a.s. allir hafa það jafn slæmt.
![]() |
Skattbyrðin hefur flust yfir á hátekjufólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2011 | 13:01
Samfylkingin of samlagningin.
Jóhanna nokkur hefur margsinnis belgt sig út í fjölmiðlum með tölum um "niðurfærslu skulda heimilisins uppá hundrað og helling af milljörðum.
Skv fréttinni hér að ofan er heildin 164 milljarðar, þar af vegna gjaldeyrisdómsins 131 milljarður.
Skv venjulegum reglum í stærðfræði eru þá aðeins eftir 33 milljarðar.
Svo kemur 110% leiðin, 27 milljarðar (þ.a. fjármálastofnanir 24) og sérstakar aðgerðir banka og sparisjóða 10 milljarðar.
Þafnvel þó að lægri tölurnar séu teknar kemur út 24+10>33!
Hvar er hér talað um ríkið?
Jú eitthvert smotterí hjá Íbúðalánasjóði sem líklegast á að kallast "skjaldborgin um heimilin".
Jafnvel þó að allt utan gjaldeyrisdómsins væri sett niður á heimilin og þá bara þau sem væru í vandræðum.
33 milljarðar á 34þ. heimili. að þá slagar það ekki uppí það sem meðalíbúðin hækkar um á ári vegna verðtryggingar.
Raunin er aftur á móti sú að þessum reiknileikjum lokið að á okkur hefur verið leikið af stjórmálamönnum sem ekki eru færir um að gera mikið meira fyrir okkur en að vera fyrir okkur.
![]() |
164 milljarðar afskrifaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2011 | 00:51
Gömul og ný viðmið.
Ætli Breta séu tilbúnir að gleyma IceSave gegn því að þeir viðurkenni aðeins 12 mílu lögsögu hér?
Það er því miður ekki svo að allt sé gott í heiminum og að það að viðurkenna eitthvað getur reitt andstæðinga málefnisins.
Við yrðum t.d. ekki vinsæl hjá USA ef við viðurkennum Palestínu.
![]() |
Viðurkenning á fullveldi ekki skaðleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2011 | 21:08
uppi á borðinu.
![]() |
Hvetja veiðimenn til að stunda hóflegar veiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2011 | 18:52
Frekar að ath það sem er hægt.
Það að afnema verðtrygginguna er í raun ekki hægt m.v. núverandi aðstæður.
Hinu meginn á vogarskálinni eru nefnilega lífeyrissjóðirnir sem eru þeir einu sem eiga peninga og í raun þeir sömu og ríkisstjórnin stólar á að komi kerfinu í gang.
Eru þeir líklegir til að gefa eftir?
![]() |
Hagfræðistofnun skoðar verðtrygginguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2011 | 18:28
"ýmislegt" og "allskonar" fyrir 1,5 milljarða
Ég er búinn að "finna" peningana til að við getum hætt við að skera niður í heilbrigðiskerfinu.
Þeir voru allan tímann í frumvarpinu fyrir 2012, undir liðunum: "ýmislegt" og "allskonar", alls 1497,5 milljónir.
Þessu fyrir utan finnst í feumvarpinu allskonar yfirklór, t.d. Sendiráð Íslands erlendis. Þar er "falleg" upptalning á hvar er skorið hversu mikið niður milli ára (bls 292) en síðan kemur að neðstu línunni sem er "annar kostnaður sendiráða" sem fer upp milli ára um AÐEINS 77,4% og veldur því að sendiráðin eiga að AUKA ruglið um 4.1-4.4%.
Í flestum ráðuneytunum er slíkt yfirklór þar sem skorið er niður í launaliðum en "annað og ýmislegt" hækkar auk "kostnaðar skrifstofa ráðuneyta" sem mér þykir annsi líklegt að sé vegna þess að mönnum er sagt upp en ráðnir sem verktakar inn hinumegin, N.B. "tímabundið" (meðan stjórnin heldur) og á hærri launum.
"Ekki-hækkanir" eru svo ýmsar.
Um 5,1% hækka:
Útvarpsgjald
Áfengisgjald
Tóbaksgjald
Vörugj. af ökutækjum
Eldsneyti (bensín hækkar einnig í hærra kolefnisgjaldi og sérstökum álögum á blýlaust eldsneyti)
Aðrar tillögur eru:
Hækkun auðlegðarskatts (til 2015)
Hækkun erfðafjárskatts
Hækkun stimpilgjalda
Beingreiðslur:
Hækkun beingreðslna ( bls 220)
Mjólk 8%
Sauðir 8,6%
Grænm. 10,9%
Alls 545 milljónir
Svo kemur að einu "leiðindar vandamáli".
Fjármögnun.
Selja ríkiseignir/jarðir: 7 milljarðar. Hver á að kaupa ef útlendingum er það bannað ???
4,5 miljarða. Leggja á launaskatt fjármálafyrirtækja. Brjóta þar með allar jafnræðisreglur EES/ESB/Stjórnarskrár/Alm. hegningarlaga osfrv. Að ekki sé á minnst að gera útaf við smærri fjármálafyrirtæki og vonast til að sífellt stækkandi bankar verði "góðir við ráðamenn" og láti "smérið" drjúpa í ríkiskassann.
Er líklegt að þeir draumórar takist þegar engu í regluverki banka hefur verið breytt.
Varla.
Ýmsir hafa fett fingur út í hækkandi framlög til Sinfó og Ísl danfflokksins meðan Landspítali er skorinn við nögl.
Útskýringin á hækkun framlaga er aðeins ein. Hærri húsaleiga í Hörpu.
Gleymdi ég nokkuð að minnast á að framlög til Hörpu hækka um eilítil 34% milli ára.
Frekara spreð í Launasjóð Listamanna (ekki rugla saman við Heiðurslaun listamanna, sem er annað) og hækkar þar um 9,22% N.B. í ársverkum, sem sökum hærri kostnaðar, hækanna osfrv. verða dýrari.
Eitt gleymist svo í öllusaman.
Útistandandi skuldir á sköttum sem eru áætlaðir 100 milljarðar eins og staðan er í dag.
Þar skal aðeins afskrifa 10 milljarða, sem m.v. að eitthvað bætist við á næsta áratug (afskriftir sömu sl. 2 ár) að þá taki það á þessum hraða 15 ár. Það er töluvert langur tími fyrir ríkisstjórn sem getur ekki skipulagt neitt nema örfáa daga fram í tímann og verður líklegast að teljast fallin innan fárra vikna.
Ég vona að þið hafið gaman af þessum tölum og hvet ykkur til að tesa frumvarpið til að sannreyna/afsanna ef þið eruð ekki sammála.
![]() |
Sár niðurskurður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2011 | 09:32
Hlutföll.
![]() |
Forsetafrúin kyssti mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2011 | 09:32
Þá þarf...
...stjórnin að hafa einhverja stefnu. Algert ráðaleysi Helferðarstjórnarinnar vekur athyggli forseta, sem og annarra þar sem Jóhanna og Steingrímur ráfa úr einu smámálinu (sólbekkir og smá-tækniatriði) eins og hauslausar hænur.
Til að hafa áhrif eða hætta að hafa áhrif á stefnu a-o stjórnar þarf stjórnin fyrst að hafa tjáða stefnu.
![]() |
Forsetinn virði stefnu stjórnvalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2011 | 17:20
2009 nr. 57 27. apríl
Hér er það sem þarf að leggja af til að ekki þurfi að koma til niðurskurðar á spítulum.
Þetta eru lög sem sett voru á EFTIR HRUN.
Lög nr 57, 2009 ( http://www.althingi.is/lagas/nuna/2009057.html ) Lög VV (vinstri vitfyrringa) til að dreifa peningum sem ekki eru til á listamenn.
N.B. Þetta eru ekki listamannalaun. Það er annað.
Fleira athugandi.
Hætta vvið milljarð til Hörpu næstu 35 ár.
120 millur í sérstaka danskennslu (á ári)
34% HÆKKUN á framlögum til Hörpu
![]() |
Draga þarf úr þjónustu Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Óskar Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar