Bíódagar.

4 salir.

 

Mikil spenna.  4 föld óvissusýning.

 

Flestir (þam sign) biðu við sal 1. Þar var gott útsýni yfir ölið :)

Undirritaður fór fljótlega eftir að "hanns" mynd byrjaði og gekk á hina salina.

 

 Salur 1 sýndi "Un Profet". 155 mín. langa franska mynd um fanga og fangavist. 

Myndir var tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta mynd án þess að hljóta styttuna eftirsóttu. Frábær mynd um viðkvæmt mál í nútíma samfélagi, þó blandað af spennusem á köflum mynnti á Nicolas Ravn Vindinge :)

 

Í sal 2 skemmti fólk sér yfir Jeff Bridges í óskarsverðlaunahlutverki sínu í "Crazy Heart". Undirritaður mælir hiklaust með þessum myndum báðum (1 og 2).

 

Í sal 3 horfði fók á hina umdeildu "Cove" heimildamynd um höfrungadráp í Japan sem fær grindhvaladráp færeyinga til að blikna í samanburði.

 

Salur 4 var með umdeilda "ruslagáma-eldiborgara-áríðinga-mynd" um ellismelli að "tjakka" rúslaílát af ýmsum stærðum og gerðum. Skrýtin mynd að vægast sagt. 

 

Undirritaður fór uppúr miðri mynd í sal 1 að heyra umgang í anndyrinu. Þar var komið fólk sem ekki hafði gáman af eldriborgurum og ruslaílátum og auk þess þeir er sátu skemmri myndir en hina 155 mínútu löngu Un Profet. Laumaði undirritaður sér út annars lagið og laumaði á belginn Thule sem beið í löngum röðum eftir þyrstum gestum Regnbogans.

 

Þessi opnun er með frumlegara móti sem undirritaður hefur nokkurntíman upplifað. Góðar myndir í fullri óvissu og öl á eftir... fullkomið kvöld.

 

Undirritaður getur svo varla beðið eftir að komast á hinar fjölmörgu gæðamyndir er Bíódaga príða og má þar framst meðal jafningja mynnast á Moon sem gerð var í miðju Hollywood-verkflllinu og hinar umdeildu Black Dinamite og Messenger, sem m.a. landaði Woody Harrelson óskarsverðlaunatilnefningu.

 

Óskaa ég komandi gestum Bíódaga góðrar skemmtunar,

 

Óskar Guðmundsson

 

 


mbl.is Nær allir gengu út af Trash Humpers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Guðmundsson

Höfundur

Óskar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband