20.12.2010 | 14:27
Af fjósbitanum.
Horreimarhugvekja.
Ei fytja í fortíð hjá neikvæðum kalli
sem ok fyrir Alþingi stendur á palli.
Af þrákelni er hann víst þekktur karlgrei
Þó mest fyrir heimasetu og NEI.
Það leiða man Jóhrannar ok sam-mála er
að mönnum skal ei líft á skerinu hér.
Þó skríður með skuggum of veggjum sú kveif
þá sérlega í ræðu og rit um Æseif.
Viljug á báðum út rétt vinstri hönd
með vammi og hinni ein þjóð skyldi í bönd.
S-gjaldborg þau boða ok svo Þjófasátt
svo þjóðin vill utan aðeins aðra átt.
Í ESB þræla þau vilja oss víst
En vitið þau stíga ei tel ek það víst.
Því ei hafa hugað hvort manni sitt fjós
eða hver skildi síðastur slökkva öll ljós.Um bloggið
Óskar Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.