Flestir fara ósáttir úr banka sínum

Það er nú svo að flestir fara þessa dagana ósáttir úr bönkum sínum.

Ég fór ósáttur úr mínum í morgun eftir að mér hafði verið tilkynnt að þar sem ég hefði verið svo góður kúnni að borga bílinn minn einu sinni að mér yrði leyft að gera það aftur!

Auk þess gerðist fjármálastofnun sú svo kræf að innheimta 54.000 í "vexti" meðan þeir tóku ekki við greiðslum mínum og voru að hugsa sig um hvernig best væri að taka mig sem þéttast í görnina [ undir nefninu "endurútreikningar]

Ég fór því rakleitt í hinn bankann í bæjarfélaginu og tók út aukalífeyrissparnaðinn, þar sem að því í vikunni að hann yrði mér bara til trafala ef ég skyldi vera svo heppinn að lifa þar til ég færi á eftirlaun (þ.e.a.s. ég fengi ekkert meira í vasann)

Mér til mikillar "ánægju" sá ég í vikunni sem leið einnig að ég er kominn í neikvæða eginfjárhagsstöðu í húsnæði mínu (negaive equity) þ.e.a.s. að skuldir séu umfram eignir.

Ég vil því koma gríðarlegu "þakklæti" til þeirra er hér telja sig stjórna, hafa talið sig stjórna (í gegnum árin) og annarra narrara og póli-tík-skussa sem saman hafa unnið að því hörðum höndum að koma okkur á vonarvöl.


mbl.is Hafði í hótunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Guðmundsson

Höfundur

Óskar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband