Vandamál "velmegunnar".

Því miður er það svo að "velmegunin" á landinu hefur minnkað bilið á lágstu launum og hæstu bótum niður í nánast ekki neitt.

Þeir sem enn eru heima á "Hótel Mömmu" vilja varla fara þaðan fyrir auka 20-25 þ. á mánuði enda harla ólíklegt að hægt sé að finna húsnæði með rafmagni, hita, neti og sjónvarpi fyrir þann pening.

En hver eru þörf grunnlaun til að fá fólk af bótum?

Þá þarf að telja fram nokkra liði sem fólk með vinnu þarf nausynnlega að hafa sem atvinnulaus einstaklingur getur í raun verla veitt sér , þ.e.a.s. ef hann vill hafa efni á bæði húsaskjóli OG MAT.

Nausynlegt:

Bíll (og bensín) 60.000 (Bíll + afskrift bílverðs 20.000, bensín 20.000, tryggingar 10.000 viðhald 10.000)

Barnapössun 50.000 (25.000 á hvort vísitölubarnið)

 

60+50= 110.000, eftir skatta eða því 200.000 í laun.

200.000 + 135.000 (grunn atvinnuleysisbætur) =

335.000

 


mbl.is Á bótum og neita boði um atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma að margir á bótum sinna líka svarti vinnu, sem þeir ilja ógjarnan missa. á börum, veitingahúsum, sjoppum o.s.fr. Litlum vinnustöðum þar sem hægt er að fara fram hjá kerfinu.

Frétti af hjónum sem sinna dagvistun, þar er konan með leyfið, en vinnur í bakarí frá 10-14

Maðurinn sinnir börnunum, og er á bótum ! Alttaf eru Íslendingar tilbúir að svinla !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 09:58

2 identicon

Ófaglærður starfsmaður á leikskóla er með fyrir 100 % vinnu og með hópstjórn nær rétt tæplega 180 þ kr útborgað og ég tek það fram að þetta er starfsmaður í hæðsta taxta leiðbeinenda bæði hvað varðar aldur og reynslu. Og með sjúkraliðapróf, þetta er frábært er það ekki skrítið að það sé flótti af leikskólum, fagmentaður deildarstjóri í sama geira er rétt að slefa í 200 þ kallinn útborgaðar í góðum mánuði en það skal tekið fram að það er ekki hægt að vinna neina yfirvinnu í leikskólum og það er krafist 5 ára háskólaprófs af leikskólakennurum. Já við leikskólakennarar eru frekir að vilja hysja okkur upp í aðrar sambærilegar stéttir með sömu mentunn og bendi ég þar á grunnskólakennara sem fram að þessu hafa ekki þótt of feitir.

Nína (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 10:03

3 identicon

Maðurinn er að bjóða 215 þúsund í byrjunarlaun fyrir vinnu sem að mestu er næturvinna.

Þetta er vinna frá kl 2 til 10 á kvöldin.

Ef það er ekki hægt að bjóða hærri laun en þetta fyrir vinnu sem að mestu fer fram þegar flestir aðrir eru að hætta að vinna þá á að loka vinnustaðnum og hætta þessu.

Ég hef enga samúð með þessu fyrirtæki að fá ekki fólk í vinnu, þennan vinnutíma á þessum launum.

Og síðan eftir að hafa heyrt í þessum manni í bítinu í morgun, "ég um mig frá mér til mín" þá myndi ég aldrei vinna hjá þessum manni sama hvaða laun væru í boði.

Ég veit ekki hvort er verra, að misnota atvinnuleysisbótakerfið, eða að ætla sér að misnota atvinnulausa til að fá þá til að vinna næturvinnu nánast frítt.

Sigurður (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 10:27

4 identicon

Sigurður kemur inn á kjarna málsins.

Þrátt fyrir að það sé mögulega einhverjir þarna úti sem eru svo djarfir að reikna tímakaup sitt samhliða atvinnuleysisbótum þá er kjarni málsins sá að þetta fyrirtæki er einfaldlega ekki að greiða ásættanleg laun.

Þetta hlýtur einfaldlega að vera einhversskonar auglýsing fyrir fyrirtækið til að fjölga umsóknum.

Sá íslendingur sem tekur að sér starf sem borgar allt að 15-25% undir lágmarkslaunum samkvæmt kjarasamningum hlýtur annaðhvort að vera illa upplýstur um kjaramál eða þá einfaldlega vitlaus.

Það versta við þennan fréttaflutning að þetta er algjörlega einhliða mál. Hann er málaður sem bjargvættur atvinnulausra, Íslendingar eru letibykkjur sem að "nenna" ekki að vinna og hugsa sér fátt betra en að lifa á ríkinu.

Ef rýnt er svo í málið í 2 mínútur sést það langar leiðir að hann vill ráða inn fólk langt undir lágmarkslaunum og furðar sig svo á því af hverju fólk sé að slást um stöðuna.

Þessi auma grein ætti að vera titluð "Framkvæmdarstjóri borgar ekki lágmarkslaun, furðar sig á dræmum viðtökum"

Friðrik (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 12:01

5 identicon

Ekki þykir mér skrítið að fólk sé farið að flýja landið.. það er bara orðið gjörsamlega vonlaust að ætla að reyna að draga fram lífið hérna á þessum svokölluðu lágmarkslaunum sem ættu að vera eins og sagt er hérna að ofan í kringum 340 þús heildarlaun á mánuði því verðlag á þessu landi, húsnæði, skattar og gjöld og svo líka hvernig bankakerfið blóðmjólkar allt sem hægt er útúr fólki er orðið með því móti að það lifir enginn eðlilegu lífi lengur með 180-200 þús í laun. Þetta kerfi eins og það er getur alldrei gengið til lengdar þetta er bara reikningsdæmi sem gengur ekki upp og fólk er í hrönnum farið að gefa bara skít í þetta alltsaman.

Friðbert (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 12:37

6 identicon

Það eru líka ekki allir sem geta eða hafa áhuga á að vinna á nóttunni, svo finnst mér þessi umræða kominn út í rugl. Þó að sumir hafni starfi þá er mjög ósanngjarnt að stimpla alla atvinnulausa aumingja og letingja. það er engin lausn að vilja lækka atvinnuleysisbætur, flestir sem eru á bótum eru þar ekki vegna þess að þeim finnst það gaman, það er vegna þess að þeir misstu vinnuna. Þeir sem eru lengi á bótum verða með tímanum þunglindir því það er mannskemmandi að geta ekki unnið. Ef fólk getur ekki dregið fram lífið á Íslandi í dag sem þó er með vinnu hvernig er þá ætlast til að fólk sem er á bótum geti það, það fólk lendir í fátækagildru sem það jafnvel kemst ekki uppúr.

Siggi (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 14:44

7 identicon

OK, er sammála að fólk lifi ekki á þeim launum sem eru í boði.

En, af hverju getur það lifað af bótunum ?

Getur það verið svört vinna hjálpi þar til?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 18:51

8 identicon

Vinna til kl 10 á kvöldin er ekki "næturvinna", let's keep it real.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 20:17

9 identicon

Þetta er alls ekki gott mál og ótrúlega illa launuð störf til útum allt. Get sagt ykkur það að ég vann í hitteðfyrra og í fyrra sem verslunarstjóri í Megastore á Akureyri og ég var með 1024 á tíman...EFTIR að ég var hækkaður í launum. Ég fór sjálfur til verkalýðsfélags og spurði fyrir utí þetta allt saman og þá komst ég að því að 16 ára stelpa á kassa í bónus í Rvk...var með hærri laun en ég,  29 ára verslunarstjóri  á Akureyri.

Laun eru útum allt mjög slæm oftast nær, og ekki veit ég hvaðan þið viðmælendur komið allir, en eitt skal ég segja ykkur...þessi dæmi sem þið hafið tekið eru slæm,  léleg laun...en stór partur af Akureyringum yrðu samt nokkuð sáttir við þau....þar sem launin hér á Akureyri eru MIKLU verri, og þessi laun teljast bara nokkuð ásættanleg miðað við laun sem finnast hér fyrir norðan. Sad But True

Eitt dæmi að lokum. Ég á félaga sem vinnur í rúmfó á Akureyri. Hann er 24 ára gamall og vinnur alla virka daga frá 9-7 og aðra hvora helgi. 10 tíma alla virka daga, og 15 tíma aðra hvora helgi. Hann hefur fengið mest í vasan fyrir svona fullan mánuð 155 þúsund.

Þannig að vera á atvinnuleysibótum borgar sig virðist vera í þessu tilfelli. Nægur tími til að tína dósir og svona með;)

Einn ósáttur (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 21:35

10 identicon

Ekki að furða að þessar verslanir geti haft langan opnunartíma miðað við það sem einn ósáttur frá Akureyri segir, ég tek hatt minn ofan fyrir starfsfólki þessara verslana að afgreiða mann með bros á vör á þessu skítakaupi.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 22:46

11 identicon

Einn ósáttur:

Laun eru bara eins slæm og fólk samþykkir. Ef fólk samþykkir að vinna undir lágmarkstaxta þá þarf ekki að furða sig á því að það fái illa borgað fyrir vinnu sína.

Það er án efa minna af þjónustustörfum á akureyri enda fámennari byggð, því ekki nema furða að hægt sé að komast upp með að borga fólki minna. Mikil eftirspurn þýðir að einhverjur taka það á sig að vinna undir taxta.

Hinsvegar er þessi rúmfatalagersfélagi þinn að láta snuða sig út í ystu æsar. Hann er að vinna 230 tíma á mánuði. Hann er því með uþb 50 tíma í yfirvinnu. Ef við lauslega reiknum dæmið þá ætti hann að fá samtals 260 í heildarlaun á mánuði. Hann ætti því að vera með 200 þúsund útborgað.

Persónulega myndi ég aldrei íhuga að vinna 230 tíma á mánuði fyrir þessa upphæð, hvað þá 155 þúsund.

Vandamálið myndast þegar að fólk tekur að sér störf langt undir lágmarkstaxta. Þetta fer að verða sjálfsagður hlutur og því byrja launataxtar að verða bara eitthvað abstrakt hugtak þeirra sem greiða launin.

Því er skylda allra launþega að kynna sér réttindi og víkja ekki frá lágmarkstaxta. Því miður er þetta sjónarmið glatað og fólk tekur bara hverju sem er.

Friðrik (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 23:34

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það á að lækka bætur. ekki hækka grunnlaun.

höfum við ekkert lært?

Sleggjan og Hvellurinn, 6.7.2011 kl. 00:30

13 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Hvar erum við stödd miðað við fyrir t.d. 60 árum.

Mamma sagði mér að 1949 (þegar hún byrjaði að búa) hefði kíló af Ýsu verið sama og tímakaup verkamanns, eða um ein króna.

Ný-veidd ýsa kostar um 1600 kr. Eruð þið að segja mér að maður í dag hafi ekki einu sinni fyrir kíló af Ýsu eftir klukkutíma vinnu og þar að auki á vöktum?

Kæra Sleggja,  Þegar þú ert orðin það gamall að fara daglega út í búð og eldað úr matnum, máttu blanda þér í fullorðinmanna tal. 

Matthildur Jóhannsdóttir, 6.7.2011 kl. 03:09

14 identicon

Núna veit ég ekki hvar Sleggjan og Hvellurinn (sic) er staðsett í lífinu en mér þætti gaman að heyra hvernig tóninn væri í þeim aðila ef hann væri 18-29 ára í dag.

Það eru uþb 3 ár frá hruninu mikla. Eina sem þessi þrjú ár hafa fært okkur er aukið atvinnuleysi og hærri verðbólga.

Aðili sem er á milli 20-30 í dag er varla gjaldgengur í atvinnulífinu hafi hann ekki annaðhvort stúdent eða einhversskonar háskólamenntun. Ég býst sterklega við að Sleggjan og Hvellurinn (sic) sé nokkrum tugum ára frá þeim aldri og því auðvelt að dæma þetta "unga lata fólk", enda hefur það tíðkast fyrir rómverja.

Sleggjan og Hvellurinn(sic), endilega færið rök fyrir því að atvinnuleysisbætur séu of háar. Það væri frábært að reyna að sjá hvernig þið færuð að því að útskýra ykkar mál.

Friðrik (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 04:22

15 Smámynd: Jón Óskarsson

Nokkrar staðreyndir:  

Samningar VR eru þannig að eftir ákveðinn tíma dags sem og um helgar er greitt það sem heitir "eftirvinna" sem er eins og "gamla" eftirvinnan var með 40% álagi á dagvinnulaun.  Þetta er greitt þar til fullum mánaðarlaunum er náð þ.e. í vinnustundafjölda á mánuði.  Yfirvinna hefst því ekki fyrr en eftir þetta.  Vinnutíminn sem rætt er um hér að framan er 8 stundir á dag og skiptir í raun afar litlu máli hvenær dagsins er byrjað, en fólk er orðið svo miklu ofdekri vant að það er strax farið að heimta yfirvinnu.  Ég mæli með því að fólk fari í launatöflu VR og taki lágmarkslaunin og reikni út hver launin eiga að vera fyrir fasta vinnu milli 14 og 22 og tjái sig svo um sanngjörn eða ósanngjörn laun.

Vinna er vinna, sama hvað klukkan er. 

Þegar fólk er á bótum þá er orðið innbyggt að bæta við bæturnar fjárhæðum vegna barna á framfæri.  Þetta skekkir mjög myndina gagnvart atvinnulífinu.  Í atvinnulífinu er sama kaupið hvort sem launþeginn á börn eða ekki, en samt sem áður kostar sá sem á börn heldur meira fyrir atvinnurekandann þar sem veikindaréttur er meiri en þeirra barnlausu.  Spyrja má hvers vegna þessum greiðslum er bætt við í bótakerfinu ?

Til að geta greitt góð laun þarf að verða til verðmætasköpun í viðkomandi fyrirtæki.  Hver starfsmaður þarf að skila tekjum inn í fyrirtækið.  Það virðist vera svo með þá sem unnið hafa í fjármálafyrirtækjum, hjá ríkisfyrirtækjum, sveitarfélögum, eru að koma í fyrsta sinn út á vinnumarkaðinn eða hafa verið á bótum af einhverju tagi, að allir þessir einstaklingar geri sér meira og minna ekki grein fyrir því að það eru ekki bara prentaðir peningaseðlar til að greiða laun og bætur.  Það þurfa að verða til tekjur og það þarf að vera góð framlegð af þeim tekjum svo eitthvað sé eftir upp í laun.

Ég var að vona að við gerð síðustu kjarasamninga yrði eitt útspilið hjá ríkisstjórninni og jafnfram sameiginleg krafa atvinnurekenda og launþegasamtaka á ríkið að sá hluti tryggingargjaldsins sem ekki fer í atvinnuleysistryggingasjóð og ábyrgðarsjóð launa væri snarlækkaður og helst niður í núll.  En það virðist aldrei mega tala um þann skatt sem þarna er búinn að vera til fjölda ára.  Aftur á móti er sá hluti sem fer í ofangreinda sjóði því miður nauðsynlegur og þann hluta gæti þurft að hækka þar sem ekkert er verið að gera í því að minnka atvinnuleysi í landinu.  Það er hins vegar kaldhæðnislegt að sá atvinnurekstur sem í dag er að reyna að halda sér gangandi skuli þurfa að bera að fullu uppi atvinnuleysisbætur, en að það skuli ekki hafa verið hugsað fyrir mögru árunum og atvinnureksturinn sem greiddi himinhá laun í "góðærinu" hafi einungis þurft að greiða um hálft prósent í þessa sjóði en nú eru gjöldin komin í um 4%.

Tryggingargjald skiptist þannig:  4,54% almennt tryggingargjald (þarna hlýtur að vera hægt að skera niður), atvinnutryggingargjald (atvinnuleysi) 3,81%, ábyrgðarsjóður launa 0,25%, markaðsgjald 0,05%.  Samtals 8,65% (síðan er aukalega 0,65% vegna sjómanna).  

Þessi skattur er gríðarlega íþyngjandi á atvinnulífið og hamlar því að hægt sé að greiða hærri laun.   Launatengd gjöld eru sífellt að hækka og þegar fólk fjallar um laun þá gleymist að taka með í reikninginn að brúttólaunin eru í bestafalli 2/3 af heildarlaunakostnaði og oftar en ekki nema um helmingur þegar öll hlunnindi og aukakostnaðarliðir eru teknir inn í dæmið.  Þá eru ótalin atriði eins og aðstaða starfsfólks og tækjabúnaður.

Ég er ekki hér að deila á fjárhæðir launa, því hér á landi eru laun alltof lág í samanburði við framfærslukostnað.  Það þarf þó að taka marga þætti með í slíkt ef gera á raunhæfan og sanngjarnan samanburð milli landa.  Verðbólga hér og gengdarlausar verðhækkanir á öllum vörum og þjónustu gera það sífellt erfiðara að ná endum saman og að eiga í sig og á.   Hins vegar set ég miklar spurningar við margt í okkar kerfum og við aðstæður eins og við búum við um þessar mundir þá hefði ríkisvaldið, atvinnulífið og launþegasamtök þurft að taka til og skera utan af ýmsum gjöldum og kostnaði þó ekki væri nema tímabundið, en það fólk sem þarna er í forsvari er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann.  

Ég set líka spurningamerki við það að bætur eins og atvinnuleysisbætur voru umsvifalaust hækkaðar um sömu krónutölu og almenn laun og ávinningur launahækkana fyrir atvinnulífið í formi þess að fá fleiri út á vinnumarkaðinn urðu að engu á svipstundu.

Jón Óskarsson, 6.7.2011 kl. 10:04

16 Smámynd: Magnús Gunnarsson

Jón Óskarsson þetta er alveg rétt og orð í tíma töluð og það er alveg morgun ljóst að atvinnurekendur og launafólk bera ekki meiri álögur.

Magnús Gunnarsson, 6.7.2011 kl. 12:30

17 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Takk fyrir innlitið öll :)

Það sem verður að muna að "skattaskrallið" gengur bara í eina átt. Skattar hafa sífellt hækkað þó að beinir skattar hafi lækkað tímabundið hafa óbeinir skattar hækkað og þeim fjölgað.

Eins og Matthildur kemur réttilega inná hér að ofan að þá samtengjast verð matvöru og ýmissar annarrar þjónustu við tímalaun og/eða eldsneytisverð.

Hjá Ríkisbákninu er t.d. verið að sameina í gríð og erg en ekkert tekið til í stærsta tekjuliðnum, nefnilega launum.

Við getum aftur á móti minna eða ekkert gert við hækkandi hráefnisverði og er það t.d. dýrara að draga hvern sporð úr sjó nú en fyrir 40 árum sökum hærra verðs hráefnis (stál, olía) og aukinna krafna (öryggistæki, aðbúnaður)

Munur launa og bóta þarf alltaf að vera verulegur svo að á bótum séu einungis þeir sem á því þurfa að halda. Heimavinnandi húsmæður og ungmenni á skólaaldri (en ekki í námi) eru nánast ekki til lengur þar sem að þeim er nauðugt að vinna eða þiggja bætur þar sem í raun þarf 3 fyrirvinnur fyrir heimili í stað einnar fyrir 40 árum.

Ég var atvinnulaus í byrjun "góðærisins" rétt uppúr 1990 og hafði þá 48.000 í bætur meðan launin fyrir 8-5 vinnu borgaði um 100.000. Peningaupphæðin er enn sú sama milli vinnu og án-vinnu en hlutfallið hefur breyst gríðarlega til hins verra.

Það er í raun með ólíkindum að lægstu laun nú eru í raun undir hæstu bótum fyrir t.d. einstæðu móðurina með vísitölubörnin þrátt fyrir að búið sé að greina að hún þurfi 330-340 þúsund tyil að lifa af.

Óskar Guðmundsson, 6.7.2011 kl. 17:29

18 identicon

Friðrik :) Málið var bara að það var logið all svakalega að mér og fleirum þarna. Félagi minn var verslunarstjóri þarna og hætti vegna lyga um laun og kjör. Fékk þvílíka ausu af skömmum fyrir að segja orðrétt " Ef ykkur líkar vel við mig hér í versluninni þá bið ég ykkur að endurskoða launin" Og svo var hann ásakaður um hótanir og þessháttar. Hann var víst að hóta að hætta ef hann fengi ekki launahækkun, eitthvað þannig bull. En áður en hann hætti þá bauð hann mér vinnu og ég vann bara sem venjulegur afgreiðslumaður. Þá var aðstoðarverslunarstjórinn einmitt nýhættur og ég kom í hans stað, þó svo að aðstoðarverslunarstjorastaðan var felld niður. En þessi aðstoðarverslunarstjóri sagði mér hvað hann hafði í tekjur og við hverju ég gæti búist við ef ég kæmi í hans stað. Sem aldrei varð, en launin voru 220 þús minnir mig án bónus. Svo kom að því að felagi minn og verslunarstjórinn gafst upp á þeim og hætti vegna launa og það sem fyrr kom fram og þá tók ég við af honum sem aðal bossinn. Mér var þá  boðið þessi skelfilegu laun á tíman en fannst það einmitt frekar spes í ljósi launa sem aðstoðarverslunarstjórinn hafði. Ég spurði yfir- mennina að því og þau sögðu að það væri bara lýgi og kjaftæði, engin svona laun voru í boði. Þannig ég tók starfinu bara með rétt yfir 1000 kall á tíman en fékk samt 20 þús í bónus á mánuði líka....sem reyndar átti eftir að taka skatt af. Þannig ég náði aldrei í 200 í heildar tekjur í þessari vinnu þrátt fyrir bónusinn.
En skemmtilegt er að segja frá því að ég fann í tölvunni inná skrifstofu svo email milli gamla verslunarstjórans og yfirmanns og þau voru að ræða hvernig laun aðstoðarverslunarstjórans áttu að vera og hve mikið hann átti að bjóða honum og það var NÁKVÆMLEGA eins og hann hafði áður sagt mér og yfirmenn mínir kallaði lýgi. 220 og 30 þús í bónus.

Veit þetta er langa ritgerðin, en að lokum langar mig samt að segja nokkra punkta í viðbót. Ég var spurður um hver þessi nýji verslunarstjóri þetta væri sem væri að fara taka við búðinni. Þetta heyrði ég frá konu sem vinnur í búð við hliðina á búðinni sem ég vann. Ég hafði ekkert heyrt og skildi ekkert...og hringdi í yfirmenn mína en engin af þeim svaraði vegna þess þau voru úti löndum að versla fyrir búðina. Svo 5 dögum seinna fékk ég að vita að ég ætti að mæta daginn eftir til að hitta nýja verslunarstjórann. Ég og annar strákur þarna sem var búinn að halda þessari´búð uppí í marga marga mánuð með méri var sagt upp, en með nánast 100% möguleika á endurráðningu. Svo kom í ljós að það var gert til að núlla okkur í launastiganum, sem var enn undir 1000 kall hjá honum og komið uppí 1024 hjá mér. Ég sem 29 ára verslunarstjóri var með minna en 100 kr meir en 17 ára strákur sem vann í búðinni.

Svo alveg að lokum. Ég hef unnið útum allt á Akureyri og ykkur að segja þá eru launin alveg skelfileg. Þessi félagi minn í rúmfó er ekki á ólöglega lágum launum...samt eflaust þeim lægstu. Og hreyfing á starfsfólki í rúmfó er svakaleg...og við vitum eflaust ástæðuna. Systir mín er menntuð sem sálfræðingur og er deildarstjóri á leikskóla og er með litlu meir en 200 þús á mánuði í heildartekjur.

Allt hækkar og þjónusta versnar, og þegar launin hækka smá, þá er allt annað hækkað mikið...

Einn ósáttur (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 18:24

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fiðrik

Ég er 28ára þakka þér fyrir. Fæddist á því herrans ári 1983.

Sleggjan og Hvellurinn, 6.7.2011 kl. 21:22

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

En Friðrik minn rökin fyrir að bætur eru of háar eru aðalega þau að það fást ekki fólk til þess að fara af bótum og í vinnu. Það borgar sig ekki.

Svo eru atvinubætu mjög kostnaðarsamar fyrir ríkissjóð.

Viltu fleiri rök?

Sleggjan og Hvellurinn, 6.7.2011 kl. 21:41

21 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Friðrik.

Viltu að bætur hækka meira?  

Hvað mundi gerast ef bætur mundi fara yfir lágmarkslaun?  Er það skynsamlegt?

Sleggjan og Hvellurinn, 6.7.2011 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Guðmundsson

Höfundur

Óskar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband