Lygar eða útúrsnúningur.

Þar sem enginn frjáls, óháður fjölmiðill er eftir síðan að WC/Spilling innlimaði RUV í ISI (okkar STASI) er ekki hægt að fá neinn "núllpunkt" í neina umræðu.

Ef "hægri menn" opna trantinn ráðast "vinstri" á þá fyrir að eiga peninga.... en gleyma sínum forystukólfum sem flestir eru orðnir sterkefnaðir eftir að hafa hangið á aftasta spenanum hjá ríkinu í rúman aldarfjórðung.

Síðan verja hiniir sömu "vinstri" menn sína menn með kjafti og klóm, þó aðallega kjafti og reyna í algjörri fyrru að segja að aldrei hafi skinið skærr ljós úr jafn skítugri holu.

"'Ótvíræður árangur" vinstri aflanna er aðeins mælanlegur á einum stað, mér vitandi, nefnilega ólíkyndum endurreistiu og upphöfðu fylgi Sjálfstæðisflokksins sem er það eina sem éf hef enn séð reist úr rústum hrunsins.

Að þessari hugleiðingu lokinni langar mig aðeins að koma að því hversu stutt okkar "vinstri" eru miðað við vinstri öfl annarsstaða. Þeir eru í raun svo langt til hægri að það er sáralítið pláss eftir yst á hægri kantinum

Raunin er sú að hérlendis hafa undanfarin 40 ár verið einvörðungu miðju-moðs flokkar, reknir áfram af fremur einræðissinnuðum, fremur en framagjörnum, formönnumsem hafa þá stefnuframar mörgu öðru að halda "hinu aflinu" (meira svona eins og í USA) frá völdum fremur en að stjórna af heilindum og hyggjusemi. Þessi "stjórnun" hefur síðan alið af sér eilífðarstúdenta/pólitíkusa sem ekkert kunna annað og endurnýjunin sem verður á Alþingi verður samdauna áður en stóllinn undir rössum þeirra nær að hitna af hlýjunni í flokksrassinum.

Hatur almennings hefur spunnist upp, einnig vegna sömu fyrirlitningar atvinnupólitíkusanna og vanþekkingar þeirra á lífi amennings í landinu þar sem að þegar að þeir fara fram úr fjárlögum er bara seilst í "stóra vasann". Almenningur á engan "stóran vasa" og er því í ástandi sem nú, þar sem erfitt var fyrir að ná endum saman, þegar skatta hafa hækkað mjög mikið að almenningur verður fokreipur og skeytir skapi sínu hver á öðrum í þjóðfélagi sem því miður er að fyllast af klögunarformum og nágrannanjósnum sem voru einkenni vanþróaðra austur-evrópuríkja fyrir um 35 árum síðan.

Hver er lausnin?

Hún hlýtur jú að vera að það fólk sem ekki kemur til með að flýji land fái röddum sínum rjáð heyrn, ekki satt? Það er ólíklegt að gerist hjá þeim sem hafa verið með sama kosningalofor (og aldrei staðið við það) síðastliðin 20-30 ár. 

Við þurfum alsherjar endurnýjun og hana afturvirkt. Hámarks þingsetu í 12, max 16 ár með launum í kringum 1,5 millur á 41 þingmann  (án aðstoðarmana) auk 4 ráðherra, alls 45 manns. Ekki er líklegt að fyrir 530 þúsund á mánuði fáist sérlega hæfur langskólagenginn aðili með reynslu af stjórnun þegar að lágmarks-framfærsluviðmið einstaklingsins hér á landi liggur nærri helmingnum af þeirri upphæð.

Þetta er eina leiðin sem ég tel færa í að byggja aftur upp algjörlega trausti rúið og sundurspillt stjórnarkerfi nútímans.

Vinsamlegast lesið textann og gefið athugasemdir sem eru uppbyggilegar, fremur en að skríða í vinstri/hægri skotgrafir og kasta egin saur á allt bloggið.

 


mbl.is Veruleikafirring Vinstri grænna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr.

Alveg sammála þér, en því miður óttast ég að við komum ekki til að lifa af breytingar til hins betra á íslenskum stjórnmálum. Við Íslendingar getum ekki ræðst við nema í upphrópunarstíl (hægri/vinstri; himnaríki/helvíti) og á meðan svo er þá býst maður ekki við miklu. Það er jú stjórnunarstíllin hjá pólítikusunum að koma í veg fyrir umræðu með því að etja fíflunum saman og losna við umræðuna.

Af hverju getum við ekki fengið að kjósa bæði flokka og einstaklinga í kosningum, jú, það er svo flókið segja afæturnar (pólitíkusarnir) og fylgifiskar þeirra. Samt er þetta hægt í t.d. Noregi. Nú eru sveitarstjórnar og fylkisþingskosningar þar og það er hægt að kjósa bæði flokka og einstaklinga. Ef einhver er ekki að fatta það, þá eru "töluvert" fleiri bæði á kjörskrá og í framboði og samt er hægt að telja og finna út hverjir eiga að setjast í sveitarstjórnir og á fylkisþing. Ég legg til að við sendum menn þangað til að fylgjast með og læra, og rekum þessa stærðfræðinga sem við höfum notað.

P.S.

Hver er þessi Tryggvi Þór, hjá öðrum þjóðum sæti hann ekki á þingi frekar en margir aðrir vegna sinna fyrri "afreka".

Larus (IP-tala skráð) 28.8.2011 kl. 21:07

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fyrst: fólk almennt, hef ég tekið eftir, veit ekkert hvað "vinstri & hægri" þýða í pólitík.  Það er hver á að stjórna efnahagnum, fólkið (í merkingunni einstaklingar) (hægri) eða "allir" (collective) (vinstri).

Með það í huga, þá hefur Ísland verið mjög mikið til vinstri síðan... alltaf.

Svo er annar ás, sem ekki er hugsað um, en ruglað er aman við þetta: valdstjórn vs frjálshyggja, eða "authoritarian vs libertarian."  Það er meira spurning um hve mikið fólk (einstaklingar) má leyfa sér.  Hvort það ræður sjálft hverjum það gengur í hjónaband með, hvar það býr, hvort það vill eiga bíl, hund, safn af brons-fallbyssum.... slíkt, eða ekki.

Hér er og hefur alltaf verið mikil valdstjórnarhyggja.

Ég get stutt hámarks tíma á þingi.  Ég held ekki að þingið geti það.  16 ár er alltof mikið.  12 er betra - það er reyndar nokkuð góður tími.  

En, æ, ég veit það ekki.  Mér finnst einhvernvegin eins og greindarvísitalan hafi verið að falla á þingi síðan það byrjaði 1944.  Það þyrfti einhverja meiriháttar byltingu til að hækka hana.  T.d með því að gera þingsetu að þegnskilduvinnu.  Fólk yrði bara valið af handahófi úr þjóðskrá, fær að neita einu sinni af sérstökum ástæðum - en ekki aftur - fær þá 3X meðallaun, í 4 ár, og er svo ekki angrað aftur.

Þannig veit fólk að það þarf sjálft að lifa við allt sem það gerir af sér, og það hefur ekkert upp á sig að hlaða undir eigið embætti, því það er horfið eftir 4 ár, og kemur ekki aftur.

Svo verður bara öllum lögum safnað saman á hverju ári, allt kynnt rækilega í öllum miðlum, og kosið um all saman þjóðaratkvæðagreiðzu.

Dýrt?  Já, en ódýrt miðað við núverandi settup.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.8.2011 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Guðmundsson

Höfundur

Óskar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband