4.10.2011 | 18:28
"ýmislegt" og "allskonar" fyrir 1,5 milljarða
Ég er búinn að "finna" peningana til að við getum hætt við að skera niður í heilbrigðiskerfinu.
Þeir voru allan tímann í frumvarpinu fyrir 2012, undir liðunum: "ýmislegt" og "allskonar", alls 1497,5 milljónir.
Þessu fyrir utan finnst í feumvarpinu allskonar yfirklór, t.d. Sendiráð Íslands erlendis. Þar er "falleg" upptalning á hvar er skorið hversu mikið niður milli ára (bls 292) en síðan kemur að neðstu línunni sem er "annar kostnaður sendiráða" sem fer upp milli ára um AÐEINS 77,4% og veldur því að sendiráðin eiga að AUKA ruglið um 4.1-4.4%.
Í flestum ráðuneytunum er slíkt yfirklór þar sem skorið er niður í launaliðum en "annað og ýmislegt" hækkar auk "kostnaðar skrifstofa ráðuneyta" sem mér þykir annsi líklegt að sé vegna þess að mönnum er sagt upp en ráðnir sem verktakar inn hinumegin, N.B. "tímabundið" (meðan stjórnin heldur) og á hærri launum.
"Ekki-hækkanir" eru svo ýmsar.
Um 5,1% hækka:
Útvarpsgjald
Áfengisgjald
Tóbaksgjald
Vörugj. af ökutækjum
Eldsneyti (bensín hækkar einnig í hærra kolefnisgjaldi og sérstökum álögum á blýlaust eldsneyti)
Aðrar tillögur eru:
Hækkun auðlegðarskatts (til 2015)
Hækkun erfðafjárskatts
Hækkun stimpilgjalda
Beingreiðslur:
Hækkun beingreðslna ( bls 220)
Mjólk 8%
Sauðir 8,6%
Grænm. 10,9%
Alls 545 milljónir
Svo kemur að einu "leiðindar vandamáli".
Fjármögnun.
Selja ríkiseignir/jarðir: 7 milljarðar. Hver á að kaupa ef útlendingum er það bannað ???
4,5 miljarða. Leggja á launaskatt fjármálafyrirtækja. Brjóta þar með allar jafnræðisreglur EES/ESB/Stjórnarskrár/Alm. hegningarlaga osfrv. Að ekki sé á minnst að gera útaf við smærri fjármálafyrirtæki og vonast til að sífellt stækkandi bankar verði "góðir við ráðamenn" og láti "smérið" drjúpa í ríkiskassann.
Er líklegt að þeir draumórar takist þegar engu í regluverki banka hefur verið breytt.
Varla.
Ýmsir hafa fett fingur út í hækkandi framlög til Sinfó og Ísl danfflokksins meðan Landspítali er skorinn við nögl.
Útskýringin á hækkun framlaga er aðeins ein. Hærri húsaleiga í Hörpu.
Gleymdi ég nokkuð að minnast á að framlög til Hörpu hækka um eilítil 34% milli ára.
Frekara spreð í Launasjóð Listamanna (ekki rugla saman við Heiðurslaun listamanna, sem er annað) og hækkar þar um 9,22% N.B. í ársverkum, sem sökum hærri kostnaðar, hækanna osfrv. verða dýrari.
Eitt gleymist svo í öllusaman.
Útistandandi skuldir á sköttum sem eru áætlaðir 100 milljarðar eins og staðan er í dag.
Þar skal aðeins afskrifa 10 milljarða, sem m.v. að eitthvað bætist við á næsta áratug (afskriftir sömu sl. 2 ár) að þá taki það á þessum hraða 15 ár. Það er töluvert langur tími fyrir ríkisstjórn sem getur ekki skipulagt neitt nema örfáa daga fram í tímann og verður líklegast að teljast fallin innan fárra vikna.
Ég vona að þið hafið gaman af þessum tölum og hvet ykkur til að tesa frumvarpið til að sannreyna/afsanna ef þið eruð ekki sammála.
Sár niðurskurður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óskar Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Já mikið vildi ég að stjórnin félli fyrir jól þá gæti maður haldið þau án þess að vera með harm í hjarta.
Sigurður Haraldsson, 4.10.2011 kl. 23:46
Og af hverju er ekki innheimt samkv. 4.gr.rgl.nr.534/2009 (tekjuskattur af afskriftum skulda, þar eru t.d. nokkrir alþingismenn sem þyrftu að borga).
Síðan eru lög nr. 93/2002 og 104/2009, og þarna er hægt að finna tekjur sem koma EKKI við almúgann.
Larus Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 05:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.