11.10.2011 | 13:01
Samfylkingin of samlagningin.
Jóhanna nokkur hefur margsinnis belgt sig út í fjölmiðlum með tölum um "niðurfærslu skulda heimilisins uppá hundrað og helling af milljörðum.
Skv fréttinni hér að ofan er heildin 164 milljarðar, þar af vegna gjaldeyrisdómsins 131 milljarður.
Skv venjulegum reglum í stærðfræði eru þá aðeins eftir 33 milljarðar.
Svo kemur 110% leiðin, 27 milljarðar (þ.a. fjármálastofnanir 24) og sérstakar aðgerðir banka og sparisjóða 10 milljarðar.
Þafnvel þó að lægri tölurnar séu teknar kemur út 24+10>33!
Hvar er hér talað um ríkið?
Jú eitthvert smotterí hjá Íbúðalánasjóði sem líklegast á að kallast "skjaldborgin um heimilin".
Jafnvel þó að allt utan gjaldeyrisdómsins væri sett niður á heimilin og þá bara þau sem væru í vandræðum.
33 milljarðar á 34þ. heimili. að þá slagar það ekki uppí það sem meðalíbúðin hækkar um á ári vegna verðtryggingar.
Raunin er aftur á móti sú að þessum reiknileikjum lokið að á okkur hefur verið leikið af stjórmálamönnum sem ekki eru færir um að gera mikið meira fyrir okkur en að vera fyrir okkur.
164 milljarðar afskrifaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óskar Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.