13.4.2012 | 09:25
Jóhanna Sigurðardóttir verður sitjandi forseti
Margir spyrja sig hvers vegna sterkasta útspil vinstri aflanna sé að koma fram með óléttann frambjóðanda.... jú. Þeir ætlast til að hún fari í fæðingarorlof og þá fær Samfylkingin handhafavald forseta til að ráðskast með á síðustu mánuðum sitjandi stjórnar.
Munið að ef að þið veljið Þóru eruð þið að segja að þið viljið Jóhönnu... eða Ástu Ragnheiði sem forseta á haust og vetrarmánuðum.
Ólafur og Þóra með jafn mikið fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óskar Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þóra hefur þegar svarað því skilmerkilega hvernig hún muni haga fæðingarorlofinu:
"Ég fer í fæðingarorlof í maí, þegar barnið kemur í heiminn. Við munum taka okkur tíma til að hvílast og safna kröftum og reiknum með að vera komin á ról aftur fyrir kosningabaráttuna í júnímánuði. Þar stend ég ekki ein, heldur verður Svavar mér við hlið eins og endranær og allt okkar öfluga fjölskyldunet. Mér finnst mikilvægt að foreldrar taki fæðingarorlof enda er þessi tími ómetanlegur bæði fyrir börn og foreldra. Aðstæður mínar núna eru vissulega óvenjulegar en ég er ákveðin í því að ef ég næ kjöri, taki ég við starfinu á tilsettum tíma eða þann 1. ágúst 2012. Annað finnst mér óhugsandi enda embættið þess eðlis. Ég mun sinna börnunum mínum eins og ég hef alltaf gert þrátt fyrir að vera í annasömu starfi, Svavar mun taka lengra fæðingarorlof og mun reyndar láta af störfum sem fréttamaður og verða heimavinnandi húsfaðir – að minnsta kosti fyrstu árin. Það hafa áður verið börn á Bessastöðum og það eru börn í Hvíta húsinu og líka í Downingstræti 10. Ég held að við Svavar munum ekki eiga erfiðara með þetta en Barack Obama og David Cameron, Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir eða Katrín Júlíusdóttir."
Guðni Helgason (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 09:40
Þvílík steypa maður!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.4.2012 kl. 09:43
Kratar eiga ekki að komast opinber störf á Íslandi.
Þessu fólki er ekki treystandi fyrir lýðveldinu. Hvað þá öðru.
Jóhanna (IP-tala skráð) 13.4.2012 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.