Afleiður

Það sem að vantar í umræðuna er að verðtrygging er víða til.

Hvað sem er haft sem vísitala, neysluverð, launaþróun (eins og Íbúðalánasjóður nú) eða einhverjar sértækar vísitölur eins og vísitöllu byggingarverðs.

Það sem aftur er er að vísitölutengin er BÖNNUÐ í ESB og þar með EES (sem við erum hluti af) lík, það er af lánum til almennra neytenda og á það jafnt við um húsnæði, bíla, rúm eða rafskutlur.

Það sem vantar hér er blanda af agaðri hagstjórn og raunverulegum tækjum GEGN verðtryggingu.

Verðblindni þjóðarinnar kemur að mestu í veg fyrir þetta enda berum við einkar illa skynbragð á hvernig verð myndast og gleypum hrátt að línuleg tengsl séu eðlileg (ef laun hækka um 5% þurfi vöruverð að hækka 5% eins og 100% af kostnaði verslunar séu mannalaun). Raunin er aftur á móti að ef laun, t.d. í verslunum, hækka um 5% er (til að halda sömu hagtölum (EBITA) ekki þörf á að hækkaverð m 5% heldur um 0,5-1%. Stórverslanir eru nefnilega með c.a. 10-20% kostnaðar í mannalaunum en smáverslanir um 20-25%. Ef að verðið hækkar um sömu tölu og launin stinga verslunareigendur 7-9,5 af hverjum 10 krónum hækkunarinnar beint í egin vasa.

Indexation = verðtrygging

http://en.wikipedia.org/wiki/Indexation

CPI = vísitala neysluverðs

http://en.wikipedia.org/wiki/CPI
mbl.is Engin lausn að banna verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki það sama verðtrygging og verðtrygging. Í ESB er alls ekki bannað að vísitölutengja, heldur þvert á móti heimilt. Á Íslandi er hinsvegar bannað að vísitölutengja höfuðstól. Hérna stendur afhverju:

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2001038.html#G13  Ákvæði þessa kafla gilda um skuldbindingar ... þar sem umsamið eða áskilið er að greiðslurnar skuli verðtryggðar.

Hérna er útskýrt hvers vegna verðbæting höfuðstóls á einmitt að vera bönnuð, og hversu skaðlegt að ekki skuli vera farið eftir því: Indexation considered harmful - bofs.blog.is 

Með öðrum orðum þá eru lánin ekki bara rangt bókfærð heldur á versta mögulega veg sem hægt er þannig að þau valda ekki bara lántakandanum tjóni heldur hagkerfinu öllu.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.2.2013 kl. 20:41

2 identicon

Það er rangt að stórverslanir séu bara með c.a. 10-20% kostnaðar í mannalaunum en smáverslanir um 20-25%. Óbein mannalaun teljast einnig sem kostnaður. Því verslunin er einnig að borga hækkanir sem verða á launum þeirra sem veita þeim þjónustu og þeirra sem framleiða og selja rekstrarvörur. Þannig hækkar nær allur rekstrarkostnaður verslunarinnar við almennar launahækkanir.

Kið Rok (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Guðmundsson

Höfundur

Óskar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband