Leiðandi og ruglandi spurningar.

Spurningar áttavitans eru ekki vel til þess fallnar að minnka ruglinginn enda eru þær bæði leiðandi og gefa sér ýmisleg rök sem ekki eru endilega gefin.

T.d. 

Lækka þarf skatta á Íslandi, þó það þýddi að skera þyrfti niður ríkisútgjöld og opinbera þjónustu.

Hér er það gefið að lærri skattar þýði niðurskurð opinberrar þjónustu.

Tjáningarfrelsi einstaklinga er mikilvægara en friðhelgi einkalífs

Hvernig skarast þetta tvennt?

Öllum ætti að vera frjálst að tjá pólitískar skoðanir sínar opinberlega, jafnvel þótt þær séu hatursfullar

Af hverju þarf að bæta þessu síðasta við? Hvað koma pólitískar skoðanir hatri við? 

 Banna ætti með lögum verðtryggingu á húsnæðislánum

 Verðtrygging á neyslulánum, þar með talin húsnæðislán er bönnuð á svæði EES en Ísland kýs að fara ekki að þeim reglum né heldur neytendarétti almennt (93/17)

Ísland ætti að halda áfram aðildarviðræðum sínum við Evrópusambandið

Ísland ghefur þegar sótt um fulla aðild. Það var gert 16. júlí 2009. 

Draga þarf úr völdum Alþingis og stjórnmálaflokka á Íslandi í dag og auka þess í stað aðkomu almennings að stjórnmálum

Almenningur kemur að kosningum á minnst 4 ára fresti. Vilji menn leggja af fulltrúalýðræði er það valkostur.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Kosningavitinn vísar veginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ignito

Mjög svo leiðandi.

Án þess að ætla mönnum að gera þetta vísvitandi en þá er verkefnastjóri Áttavitans Sindri Snær Einarsson, skv. http://www.attavitinn.is/um-attavitann, og er duglegur að rita á síðu ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Fór ekkert dýpra að kanna þetta en frá mér séð er þetta nægileg tenging til að maður vantreysti svona verkfæri.

Ignito, 16.4.2013 kl. 16:40

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Góðir púntar. Hér er betri græja: http://www.politicalcompass.org/

Samkvæmt þessari er Sjálfstæðisflokkurinn reyndar vinstri flokkur. Ég hef tékkað.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.4.2013 kl. 18:24

3 identicon

Sælir, Vil bara taka það fram að ég hef ekkert með spurningar í Kosningarvitanum að gera.

En varðandi efnislegar athugarsemdir á spurningar í kosningavitanum þá er sitthvað um það hér

http://attavitinn.is/kosningavitinn#faq

Þá segir á vefnum að Kosningavitinn Íslensk útgáfa af Gríska kerfinu Help me vote, En framkvæmd hans á íslandi er samstarfsverkefni Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, Áttavitans, upplýsingasíðu fyrir ungt fólk og Evu Heiðu Önnudóttur, doktorsnema í stjórnmálafræði við Háskólann í Mannheim við Ioannis Andreadis prófessor við Háskólann í Þessalónikíu. Einnig koma að verkefninu Viktor Orri Valgarðsson og Hafsteinn Birgir Einarsson, meistaranemar í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Vefumsjónarkerfi og uppbygging Kosningavitans – Help me vote er byggt á helpmevote.gr frá Grikklandi og er hannað af Ioannis Andreadis. Ioannis stóð fyrir verkefninu í Grikklandi árið 2012 og nýttu um hálf milljón grískra kjósenda sér verkefnið.

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Eva Heiða Önnudóttir, netfang:eho@hi.is.

Sindri Snær Einarsson (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Guðmundsson

Höfundur

Óskar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband