11.6.2013 | 20:24
Hlutfallskostnaður launa í heildarkostnaði fyrirtækja
Þar hlýtur þá að vera efst á blaði raunverulegur hlutfallslegur kostaður launa í rekstri fyrirtækja.... eða á máski einungis að "mappa upp" launamönnum?
Áttum okkur á því að SA og SVÞ hafa gengdarlaust, síðan verðtrygging launaliða Ólafs-lagana voru afnumin, tekið okkur neytendum fremur þurrt í vissa tegund af VW (B..a).
SA og SVÞ tilkynnna hátt og skýrt við hverja kjarasamninga að launahækkanir skili sér beint í verðlag.
Það er eins stærsta lygi nútímasamfélagsins á landinu í dag.
Ef að farið er og skoðað í stór og meðalstór fyrirtæki kemur í ljós að hlutfallslegur kostnaður launaliða er á mörgum stöðum innan við 20%, allnokkrum um 10% og einstaka um 4-5%.
Fyrirtæki í millilandaflutningum (m.a. Samskip, Eimskip, Icelandair) eru með hlutfallslega hæstann kostnað í leigu tækja (skipa/flugvéla) og orkukostnaði (olíu). launakostnaður er hjá framantöldum um eða undir 5%.
Fyrirtæki í matvælaframleiðslu (fiskvinnslur / kjötvinnslur) eru með launakostnað um 10-20%
Stórverslun er með launakostnað um 9-12%, meðalstórir aðilar 12-20 og litlir smásalar 25-30%.
Þetta þýðir að allir framangreindir þurfa aðeins að hækka vöruverð að hámarki um 3% fyrir hver 10% sem laun hækka.
Raunveruleikinn er aftur að SA og SVÞ skila launahækkunum nánast línulega út í verðlag (hækka um nánast sömu prósentu og launin hækka) en með því presentera þau í raun að launakostnaður sé 75-80%.
Kæru íslendingar, verum meðvitaðir neytendur ... ekki meðvitundalausir eyðslukálfar.
Samstarf um efnahagsforsendur kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óskar Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessu fyrir utan þá er ekki sama þó að t.d. verkfræðistofa með 75% kostnaðar í launum hækki gjaldskrá um 7,5% ef að laun hækka um 10% og þess að stórverslun þurfi að hækka um 7,5% enda er hlutfallslegur kostnaður stórverslunar um 10% og þyrfti því aðeins að hækka verð um 1%.
Þrétt fyrir það hækkar vöruverð hér yfirleitt flatt sem aftur þýðir að sumir eru að dekka útgjaldaliði meðað aðrir eru að maka krókinn!!!
Óskar Guðmundsson, 12.6.2013 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.