Hlutfallslegur kostnaður.

Enn einu sinni segir SA okkur að laun séu hlutfallslega stór partur af kostnaði verslunnar.

Það er ósköp einfaldlega LYGI.

SA hefur rennt í vissan VW þjóðarinnar í hvert sinn sem laun hafa hækkað.

Það er nefnilega svo að þegar að laun hækka að þá hækkar verð/gjaldskrá fyrst hjá þeim sem hafa hlutfallslega háan kostnað í launum.

Hugbnúnaðarlaunsnir, verkfræðistofur, ráðgjafafyrirtæki og arkitektar hafa oft um 70-80% alls kostnaðar bundinn í launum.

Það er ekki svo með verslun almennt né stóran part þjónustufyrirtækja (t.d. flutningafyrirtækja), útgerða, matvinnslu osfrv. Hlutfall þeirra er að jafnaði 10-30%.

Þrátt fyrir þetta að þá hækkar verslunin um svipaða prósentu og þeir sem fyrstir hækka og hækka þá jafnvel um 300% meira en þörf er á.

Ef laun hækka um 10% og fyrirtæki með 80% kostnaðar í launum hækkar vörur um 8% að þá þarf verslun með 15% í launum að hækka um 1,5%. Því miður er næsta algilt að verslun hækki vöruverð þá um 5-6% og segja okkur að "þeir geri það á sinn kostnað að fylgja ekki línulegum hækkunum".

Línulegar hækkanir eru bara til þar sem 100% eru bundin í þeim kostnaðarliði.

Það sorglegasta er svo að síðan þegar að gengið breytist að þá stekkur SA til og tilkynnir nú að hlutfallslega stór kostnaðarliður sé í og vegna gengisbreytinga, þrátt fyrir að þegar launin hækkuðu hafi í raun verið boðað að nánast allur kostnaður væri laun. Svo hækkar fasteignamat.... og enn og aftur þarf SA að hækka innan sinna vébanda .... enda er allt í einu stór hluti kostnaðar bundinn í húsnæði og leigu.

Ef að við kaupum þessa þvæli SA að þá er það mátulegt á okkur enda er þá ekki hægt að segja annað en að við séum heimsk og eigum hátt vöruverð skilið!


mbl.is Enginn sigrar í launakapphlaupinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Guðmundsson

Höfundur

Óskar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband