25.7.2013 | 13:32
En bótaþegar?
Þegar nú má ljóst liggja hverjir greiða hæstu skatta þá sem og hægt að skoða skatta allra hinna og birta skatta frægra og stórra í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar..... má þá ekki ath að birta einnig hverjir það eru sem þiggja hæstu bæturnar?
Það hljóta hvort er er að eiga að vera opinber gögn sem og allar aðrar greiðslur úr ríkissjóði.
Magnús greiðir hæstu skattana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óskar Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi frétt sýnir svo ekki verður um villst að útgerðin er sannarlega að skila rentu af auðlindinni til þjóðarinnnar, það er að segja ríkissjóð í formi skatta.
Mikið hefur verið hrópað á götuhornum sem í fjölmiðlum og undirskriftum safnað til að ræða það að útgerðin greiði ekkert fyrir veiðileyfin. Svo má ekki gleyma því að ríflega þriðjungur afgjaldeyrisöflun þjóðarinnar mun koma í gegn um sölu útfluttra sjávarafurða.
Þá tek ég undir með síðueiganda, Óskari Guðmundssyni, þessi birting persónuupplýsinga er aðfinnsluverð en ef hún á að vera í lagi því þá ekki að birta fleira eins og hann nefnir ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.7.2013 kl. 18:34
Sæll Óskar minn, þessir útgerðarmenn eru að greiða skatta fh. fyrirtækjanna sem þeir eiga. Sjálfir greiða þeir mjög lága skatta rétt eins og fyrirtækin eða 20% í hámarksskatta af sínum launum. Þá greiða þeir engin útsvör og engar greiðslur í lífeyrissjóð. Þessir miklu menn fá nákvæmlega sama persónuafslátt og þeir sem fá laun frá Tryggingastofnun en þeir njóta ekki skattþrepanna vegna þess að þeirra skattar ná ekki því skatthlutfalli sem öryrkjar og ellilífeyrisþegar búa við. Almennt skatthlutfall er 37.2% +2,9% og + 8,9%.
Plús 14,5% lífeyrissjóðaskattur sem er flatur skattur og er hreinn skattur sem launamenn greiða.
En sjávarútvegsfyrirtækin njóta svo sannarlega mikilla ríkisstyrkja sem launamenn kosta. Það eru einu fyrirtækin í landinu sem þurfa ekki að greiða fyrir hráefnið sem þeir nota til að fénýta. Það á enginn að geta gengið að auðlindum þjóðarinnar án þess að greiða fyrir réttlátt og eðlilegt verð.
Kristbjörn Árnason, 25.7.2013 kl. 20:22
Eru það ekki einmitt útgerðarmenn og -konur sem fá hæstu bæturnar úr ríkissjóði?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 20:37
Kristbjörn !
Hvað með bændurna sem selja vatnsréttindi til þeirra sem reka virkjanir ? Vatnið þeirra kemur upphaflega af himnum ofan sem rigning - þeir ættu kannski að greiða Guði fyrir rigninguna áður en þeir selja hana virkjununum ?
Svo er mjög undarlegt að þegar vatn flæðir á túnin þeirra og þau kelur - þá eiga skattgreiðendur skyndilega þetta vatnmeð einhverjum yfirnáttúrulegum hætti og við greiðum þeim fyrir tjónið á túnunum.
Hvað með bændurna sem reka fé sitt á almenninginn sem við eigum öll ? Ekki greiða þeir af þeirri auðlind - þeir eyðileggja hana með ofbeit og við líðum öll fyrir með eyðimörkum og uppblæstri - þar að auki greiðum við (les: skattgreiðendur) þeim milljarða á hverju einasta ári ofan í þetta kjötframleiðslukerfi.
Hvað með leigubílstjórana með kvótann sinn - aðrir en slíkir veggreifar fá ekki að aka leigubíl og þeir greiða ekki gjald af auðlindinni sinni og skattstjórar hafa þar að auki rætt oft um undanskot slíkra ?
Hvað með ........ svona er hægt að nöldra endalaust Kristbjörn. Ég myndi skilja þig ef við skattgreiðendurnir greiddum með þorskkílóunum jafn mikið til útgerðarmanna og við greiðum með kjötframleiðslunni.
Eigum við ekki frekar að gleðjast yfir góðum hagnaði af útgerð hjá mörgum sem þar með greiða mikla skatta og eru betur í stakk búnir til að greiða betri laun og endurnýja framleiðslutækin sín ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 25.7.2013 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.