25.9.2013 | 17:32
Er ekki komið að versluninni að halda að sér höndunum?
Hingað til hefur launþegum í landinu verið hótað með "veðbólgan fer af stað við óhóflegar (allar/einhverjar) launakröfur".
Er ekki komið að því að verslunin taki á sig hluta af hækkununum?
Hingað til hefur almenn verslun komist upp með að velta 77,2% launahækkanna í verðlag sem er fáránleg tala enda fá fyrirtæki með svo hætt launahlutfall af kostnaði.
Stærstur hluti verslunnar er með laun um og undir 25% af kostnaði og stórverslun aðeins 10-15% (t.d. Hagar með 11,45% á sl ári). Sláturhús og fiskvinnslur liggja um 22-25% og símafyrirtækin um 50-60%... sem síðan hafa N.B. hækkað gjaldskrá um allt að 83% milli áranna 2012 og 13 (m.v. ágúst)
Síðan 2003 hafa laun ekki aukist með landsframleiðslunni, þ.e.a.s. "góðærið" var hjá verslun en ekki almenningi og skapaði það 20% bil milli þróunar alndsframleiðslu og launa (uþb 2% á ári).
Að því sögðu að þá er landsframleiðsla nú að dragast saman eftir að sparnaði landsmanna var brennt á verðbólgubáli á sll 4 árum. Nú horfir fram í stöðnun og því í raun ekkert rúm til hækkanna nemá að verslunin taki á sig skerðingu eða hleypi hækkunum í verðlag (eins og venja hefur verið).
Það sem vantar er Verðsjá þ.e.a.s. greiningartól til að sjá út breytingar verðs m.v. hlutfallskostnað greina. Við getum lítið gert í breytingum á gengi og munu slíkar skila sér til verðlags en enginn veit hvert hlutfall gengisáhættu er. Launahækkanir geta gert slíkt hið sama en enginn veit hvert hlutfallið er. Hvað kosta byrgðir verslanna og fáránlegt vöruúrval? Það vita fæstir.
Síðan er jú "feluleikur" fyrirtækjanna sem er að fela rekstarkostnað í skrifstofukostnaði eða húsnæðiskostnaði.
Vilja semja til 12 mánaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óskar Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.