Hverjir fá hvað, hvenær.

Það má vel minna á að "fyrimenni" SA hafa þegar fengið um 30% hækkun á síðasta ári.

Því fyrir utan að þá fengu flugmenn og margir aðrir innan þess félags sem formaður SA stýrir tæplega 20% hækkun í tiltölulega skömmum samningi, N.B. þ.a. um 6,8% fyrir að þegja í 6 mánuði.

Margar stéttir hafa þá og einnig vel efni á töluverðum launahækkkunum og má þar telja verslun alla, fisk -og kjötvinnsla að mestu sem og stórann hluta þjónustugeirans sem eru með hlutfall launa af kostnaði um og undir 20% enda hefur 12,7% styrking gengis (skv þröngri viðskiptavog hjá Seðlabanka) undanfarin 2 ár.

Þó verður að ath að yfir sviðið almennt þarf að huga að tveimur lykilsetningum.

1. Önnur hver króna sem laun ríkisstarfsmanna þarf að sækja via hækkun skatta eða hagræðingu innan ríkisgeirans

2. Þriðja hver króna sem laun á almennum markaði (flatt yfir) hækka koma til hækkunar vöruverða.

Það er þó vert að ath að Hagar og Festi eru með lágt hlutfall (undir 15%) kostnaðar í launum og þurfa þær verslanir s.s. almennt ekki að hækka vöruverð meira en 1,5% fyrir hver 10% sem laun hækka.


mbl.is Kröfur lækna úr öllu samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Reyndin er auðvitað sú að við bankahrunið lækkuðu laun allra stétta á Íslandi umtalsvert miðað við sömu stéttir á Norðurlöndunum. Það er fáránleg frekja af læknum að ætla nú að kúga það fram að þeir einir stétta fái þetta bætt. Það er mál að linni.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2015 kl. 17:42

2 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Hætta þá ekki bara enn fleiri læknar, því að það er hægt að fá góða vinnu annars staðar?

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 6.1.2015 kl. 18:11

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, af hverju eru ekki allir forritarar hættir? Hvers vegna eru ekki allir iðnaðarmenn farnir? Norðmenn hafa vit á að ráða lækna erlendis frá, m.a. frá Íslandi, en líka frá Austur-Evrópu, Asíu ofl. Þetta gætum við líka gert hér.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2015 kl. 20:50

4 identicon

Þetta eru kjánaleg ummæli málpípu SA sem sjálfur hefur um 1,5 milljónir kr. á mánuði í laun (skv. síðasta tekjublaði FV), margfalt hærra en grunnlaun sérfræðings á LSH. Efast þó ekki um að hann sé með sambærileg laun á við málpípur svipaðra samtaka erlendis.

Nonni (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 21:55

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Gleymum þó ekki að það eru grunnlaunin sem eru lág.

Læknar voru vart að uppgötva að um vaktavinnu er að ræða , þ.e.a.s. það að vera læknir.

Grunnlaun án vaktaálags, bakvaktaálags, sem og aðgangi að mikilli yfirvinnu er eitthvað sem almenningi býðst almennt enda fækkaði unnum klukkustundum verulega og fór þar bæði stór hluti af yfirvinnu almennings en þó og einnig að fleiri (sérstaklega í þjónustu og skrifstofugeiranum) voru fleiri "fengnir" (lesis neiddir) til að skipta yfir á pakkaluna sem innifela töluverða yfirvinnu. Það fólk er undantekningalítið í ASÍ og fékk langflest aðeins 2,8% í síðustu samningum og hefur ekki notðið launaskriðs undanfarin 6 ár.

Einnig verða læknar að ath að ef að íslendingar geta lært dönsku, norsku eða sænsku er enganvegin hægt að útiloka það að fólk annarsstaðar frá geti lært íslensku eftir að hafa lært læknisfræði.

Óskar Guðmundsson, 6.1.2015 kl. 22:10

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nákvæmlega, og það væri eflaust til góðs að fá hingað til starfa erlenda lækna. Þannig mætti kannski bæta þjónustu, ekki síst með því að draga úr þeirri samtryggingu, metnaðar- og ábyrgðarleysi sem í mörgum tilfellum einkennir heilbrigðisþjónustu hér.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.1.2015 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Guðmundsson

Höfundur

Óskar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 584

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband