Færsluflokkur: Bloggar
19.2.2016 | 14:23
Sterkir þeir brauðfætur...
Ekki er það almnnt hegðun "veikra gjaldmiðla" að halda áfram að styrkjast eftir að hafa velt út sem svarar til 20% landsframleiðslunnar á einu betti.
Ekki hægt að bíða eftir evrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2015 | 12:44
Hækkun flugmanna?
Það skyldi þó ekki hafa eitthvað með það að gera að flugmenn hækkuðu í launum um 30%?
Flugið hækkar þrátt fyrir lægra olíuverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2015 | 16:10
Hverjir fá hvað, hvenær.
Það má vel minna á að "fyrimenni" SA hafa þegar fengið um 30% hækkun á síðasta ári.
Því fyrir utan að þá fengu flugmenn og margir aðrir innan þess félags sem formaður SA stýrir tæplega 20% hækkun í tiltölulega skömmum samningi, N.B. þ.a. um 6,8% fyrir að þegja í 6 mánuði.
Margar stéttir hafa þá og einnig vel efni á töluverðum launahækkkunum og má þar telja verslun alla, fisk -og kjötvinnsla að mestu sem og stórann hluta þjónustugeirans sem eru með hlutfall launa af kostnaði um og undir 20% enda hefur 12,7% styrking gengis (skv þröngri viðskiptavog hjá Seðlabanka) undanfarin 2 ár.
Þó verður að ath að yfir sviðið almennt þarf að huga að tveimur lykilsetningum.
1. Önnur hver króna sem laun ríkisstarfsmanna þarf að sækja via hækkun skatta eða hagræðingu innan ríkisgeirans
2. Þriðja hver króna sem laun á almennum markaði (flatt yfir) hækka koma til hækkunar vöruverða.
Það er þó vert að ath að Hagar og Festi eru með lágt hlutfall (undir 15%) kostnaðar í launum og þurfa þær verslanir s.s. almennt ekki að hækka vöruverð meira en 1,5% fyrir hver 10% sem laun hækka.
Kröfur lækna úr öllu samhengi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.12.2014 | 15:51
Allt á haus
Þar sem að laun lækna eru greidd af skattfé þarf slíkt að vera opið og "uppi á borðum".
Lúaleg tilraun fjármálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2014 | 16:56
Nóg?
Venjulega er farið fyrst af stað með niðuskurð í heilbrigðiskerfinu til að fólk finni fyrir því að það sé verið að skera niður og svo þegar fólk gest upp og gólar : "nú er nóg komið af niðurskurði" að þá er lítið m´la fyrir ríkið að "láta slíkt eftir sér".
Raunin er aftur á móti að ekkert er að kerfið er útúrþanið og tugir ef ekki hundruðir liða sem ekki fara saman við ríkisrekstur eða eru hrein gæluverkefni. Það er ekki hægt að leggja niður stofnanir sem eru barn síns tíma, úreldar eða voru aldrei þarfar.
Í kerfinu er síðan hellingur af tvöföldun bæði í mannskap sem og "byggðastefnu" hvar skrifstofur ru fluttar út á landsbyggðina en ekki er hægt að loka þeim sem fyrir voru á höfuðborgarsvæðinu að fullu svo að úr verður kosnaðaraukning.
Því miður er það reglan fremur en undantekningin að ekki skuli hreyfa við fjölda starfsmanna er einingar eða heilu ráðuneytin eru sameinuð, þrátt fyrir að vitað sé að innan þess geira eru laun 70-80% af öllum kostnaði.
Nei, meira að segja uppsafnaður niðurskurður ríkisins nær ekki í tveggja stafa tölu frá hruni og "hagræðingarnefndin" er hlægilegt drasl enda er bara gefið í krónutöluhækkanir (verðtryggingu) fjárlaga og svo skorið af þeim en þá kemur þvví miður alltað það sama í ljós.
Það að lækka hækkanir er ekki verið að gefa neinum neitt.
Útgjöldin meiri en fyrir bankahrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2014 | 19:29
Þvæla.
Vaxtamunurinn hérlendis er svo mikill að það borgar sig að fullu fyrir bankana að láta Seðlabankann borga vexti fremur en að lána féð.... og sjá þó til þess að þeir sem ekki fá lán borgi téða vexti.
Í Evrópu eru viðbrögðin við 1% verðbólgu þau að vextir eru varla fyrir hendi og bindiskylda banka er lækkuð en hér.... ónei. Bankarnir gera það sama og verslanir í gengisstyrkingu. Fara í "hina" áttina.
Það er í raun ekki hægt að tala um það í gríni lengur að bananalýðvldi vilji að Íslandi hætti að kalla sig slíkt vegna þess að það rýrir orðspor þeirra.
Aukin útgjöld lenda á viðskiptavinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2014 | 17:35
Á móti hverju þá?
Ef ekki er rétt að styðja afmarkaða hópa með fjármunum úr ríkissjóði á þá það ekki að ganga jafnt á alla?
Ef Guðmundur Steingrímsson er á móti því að hópur sem ekki er í hrópandi neyð fái leiðréttingu er það rétt eins og að ekki sé rétt að kalla til lögreglu sértu rændur en hafir þó efni á að kaupa eins og því sem rænt var... eða hvað?
Er þá ekki fjáraustur til enstaka hópa í heilbrigðiskerfinu ósanngjarn.
Ætti með sömu formerkjum ekki að greiða niður krabbameinslyf til þeirra sem hafa efni á að greiða þau sjálfir?
Ætti ekki að skilyrða foreldra að greiða fyrir skólagöngu barna sinna, hafi þau efni á því?
Er ekki bara best að hafa 100% skatt og láta alla hafa jafnt, búa í eins og eins stórum húsum, gera það sama, borða það sama og klæða sig eins?
Mikilvægara að greiða niður skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2014 | 13:14
Eyðsla á dýrum klukkutímum.
Svörun fyrirspurna er berast úr ræðustól Alþingis eru ein mesta tímasóun sem fer fram við Austurvöll.
Betra væri að færa þar einvörðungu fram spurningar en að ráðuneytissstjórarnir myndu svara fyrirspurnum beint t.d. á Alþingisrásinni .
En af hverju er svona mikið af fyrirspurnum?
Jú, þær eru afleiðing tilrauna til niðurskurðar.
Tilraunir bólgins báknsins er að halda tilvist sinni og það verðtryggt.
Upphlaup sem þetta http://andriki.is/post/101627363909 eru því miður ekki einsdæmi og lýsir vel hvað raunverulega er í gangi í "kerfinu".
Þegar þingmenn/ráðherrar leggja til niðurskurð bregst kerfið við "all for one and one for all" og byrjar svo að leka ýmsum málum í fjölmiðla og jafnvel stjórnarandstöðu til að draga úr umræðunni.
Sá sem reyndi að skera niður fá svo allt báknið á bakið við næstu kosningar og áhættan fyrir þingmenn því mikil enda eru laun þeirra ekkert til að hrópa yfir.
Það er því nokkuð ljóst að meðan að ríkið hefur afskipti af kjarasamningum á almennum markaði er full ástæða fyrir almenna markaðinn að koma að Fjárlaganefnd í stað þess að það sé gert innanhúss.
Þingmenn spyrja og spyrja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2014 | 14:12
Met í tímaeyðsu Alþingis
Af hverju er fyrirspurnunum ekki beint til ráðuneytana í stað þess að vera að eyða tíma Alþingis til ónýtis?
Mögulega met í fyrirspurnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2014 | 11:42
Eftir 36 ár hefur vandamálið bara stækkað
Lausnin þar því miður að vera brútal og keyrast í gegn á næsta áratug ellegar er ljóst að almenningur þarf að brúa 660 milljarða gatið á LSR og baktryggðu sjóðunum.
Raunin er að ef þetta verður gert hægt verður mjög líklega að halda því áfram í 50 ár en ekki "aðeins" 36 enda gapið sem nú er orðið til rétt uþb 40 ára.
Hægfara lenging er því í raun hægfara kryrking og engin lausn enda verður LSR og hinir baktryggðu sjóðirnir allir greiðsluþrota á næstu 10 árum og þeir fyrstu (t.d. hjúkrunarfræðingar, B-deild LSR og eftirlaunasjóður starfsmanna útvegsbanka) líklega áður en þessi áratugur er úti og jafnvel svo snemma sem 2017.
Lífeyrisaldur hækki í skrefum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Óskar Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 584
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar