Færsluflokkur: Bloggar
29.5.2012 | 22:09
ESB ræðst í breytingar á fiskveiðikerfinu.
Nú þegar að bjartsýnustu beljurnar skvetta saur að vori úr yfirfullu haughúsi loforðanna er enn farið að baula um ESB.
Raunin er sú að ESB málið verður ekki klárað hjá þessari ríkisstjórn þar sem að ESB eru að leggjast í allsherjar endurskoðun á egin fiskveiðistjórnun.
Þar næst á eftir er landbúnaðarstefnan og raunin er því miður sú að það eru ekki bara græningjarnir sem hafa dregið lappirnar heldur ESB líka þar sem að þeir vita jú hvað framundan er.
![]() |
Upplýsingar en ekki hræðsluáróður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2012 | 22:00
Með aðra hönd á árinni.
Þegar "stjórnin notar aðra höndina til að beina vopni að stjórnarandstöðunni er bara ein hönd frí og þá til að róa þjóðarskútunni.
Skipstjórinn situr á þóttunni og skilur ekkert af hverju báturinn hnitar hringi og allir um borð eru orðnir keng ringlaðir (eða ruglaðir).
Til að komast á áfangastað er gott að hafa kort eða amk stefnu.
"Ríkisstjórnin sem ekki kann að reikna" hefur hvorugt og það bjartasta við þau er að þau eru eins og biluð klukka, rétt tvisvar á sólarhing en annars misjafnlega langt frá hinu raunverulega og allavega eins oft og rétt, verulega fjarri eða jafnvel á hinni hliðinni.
"'Árinni kennir illur ræðari" er hér í sinnu sönnustu mynd.... því "árin" er jú eintöluorð.
![]() |
Enn ekki komin á áfangastað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2012 | 16:42
Orð Steingríms sjálfs voru að "svona kerfi væri heimskulegt".
Heimskulegt er kerfið enn, hvort sem að upphæðin er risastór eða alltof-stór.
Ef að "sérstaklega" á að taka á einhverju er ansi hætt við því að margumrædd (og brotin) jafnræðisregla verði þessu sem mörgum öðrum frumvörpum "ríkisstjórnarinnar sem ekki kann að reikna" að falli.
Væri ekki nær að pakka saman og fara í sumarfrí og reyna að sjá út hvort "stjórnin" hafi enn meirihluta að hausti í stað þess að þræta um allt sem á að bæta fram á sumar og komars ekkert áfram.
![]() |
Lækka veiðigjald um 10 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2012 | 22:58
Hvað kostar Landi?
Ef löglegt áfengi kostar X, kostar þá ólöglegt Y?
Með X-Y=0?
Væntanlega ekki.
![]() |
Skotar lögbinda áfengisverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2012 | 16:30
Eitt verður ekki deilt um.
![]() |
Deilt um ástæðu jafnari launa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2012 | 14:31
Rangt!!!
Hrikalega er þatta vitlaus frétt.
Læknirinn er pólskur en hefur búið undanfarna áratugi í USA og hefur ríkisborgararétt þar.
St. Petersburg sem getið er í fréttinni er síðan í Florida.
http://en.wikipedia.org/wiki/St._Petersburg,_Florida
![]() |
Rússi fann G-blettinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.4.2012 | 15:07
Nægt húsnæði.
Þegar standa tímar í Álfsnesi og Arnarholti fasteignir kjörnar til að hýsa fangelsi.
Auk þeirra, ef ráðist verður í risaspítalann, losnar Sjúkrahúsið í Fossvogi
Að ráðast í byggingu steypukumbalda úti í rassgati með lagnakostnaði og örðu tilheyrandi er enn eitt dæmið um að "ríkisstjórnin sem ekki kann að reikna" kann ekki að forgangsraða heldur.
![]() |
18 tillögur um nýtt fangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2012 | 08:39
Sá er...
Sá er ekkert segir lýgur engu, líkt og ríkisstjórnin sem trúir því að sá sem ekkert gerir geri ekkert rangt.
Össur sér nú að allt verður opið upp á gátt, jafnvel þó ekki verði kosið fyrr en næsta vor.
Það er því líklegt að stjórnin haldi ekki svo lengi þar sem að með opnum samningi þurrkast WC (áður VG) út.
![]() |
Össur lofar engu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2012 | 11:03
Hann sagði það sjálfur!
![]() |
Fantaleg samkeppnisskilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2012 | 18:56
Sameining VG og Samfó.
Nær væri að VG sameinaðist inní VG, þ.e.a.s. þeir sem það vilja sem eru síðan aftur sjálfsagt engir nema Steingrímur og vartan hans, Björn Valur. Þeir eiga sjálfsagt +/- 3 % í fylgi sem setur þá Samspillta Klósettið í 15-18%.
Restin af VG liðum gengur til Samstöðu eða hættir á þingi. Samstaða fær þá 15-18%.
![]() |
Vill kosningabandalag VG og Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Óskar Guðmundsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar