Löglegt og ólöglegt.

Erfitt er ástandið.

Eftir að sköttun WC á öllum löglegum fíkniefnum [lesist áfengi] hefur keyrt úr hófi fram, auk þess að vera ekki í boði fyrir 18 & 19 ára borgara (N.B. með kosningarétt og borgandi skatta) verður að sjálfsögðu mikið framboð á öðrum vímugjöfum.

Þar sem ekki er stofnun til um fræðslu og fíkniefnasalar ekki endilega að segja of mikið af sannleikanum um skaða fíkniefnanna veður til "hype" með reglulegu millibili þar sem að THC vímugjafar eru álitnit skaðlitlir eða skaðlausir.

Lausnin:

Annaðhvort að hækka lögaldur í 20 ár eða lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár

eða

Leyfa kannabis.


mbl.is Ranghugmyndir aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegt að sjá að textann með myndinni. "Marijúanareykingar eru mjög ávanabindandi" og fyrirsögnina "Ranghugmyndir aukast".  Eftir því sem ég best veit er þetta rangt.  Það sem ég hef lesið er að þetta sé ekki ávanabindandi nema sé tekið í stórum skömmtum í langan tíma.  Meira að segja þá séu fráhvarseinkenni aldleg en ekki í líkamleg. 
Það er furðulegt að þetta skuli bannað á sama tíma og áfengi og tóbak sé leyft.

Stjórnvöld gera sitt besta til að ýta undir notkun þessara efna með að banna þau.  Með því að banna skapast markaður fyrir glæpamenn að nýta sér og ýta sinni vöru upp á neytendur.  Fíkniefnaneysla hefur aldrei verið eins mikil og eftir að stjórnvöld bönnuðu þau.  Neysla á munntóbaki hefur aldrei verið eins mikil eftir að það var bannað osfrv osfrv.

ps. ég hef aldrei notað svona - bara lesið mig til um þessi mál.

Walter (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 09:44

2 identicon

@Walter: Kannabisefni eru ávanabindandi og valda bæði líkamlegum og andlegum fráhvarfseinkennum. Þau valda líka tapi á skammtímamynni. Og þau leiða oft til neyslu amfetamíns vegna þess að menn verða svo þungir af kannabisefnum að þeir þurfa eitthvað til að hífa sig upp eftir á. Ánetjun kannabisefna er líka ávísun á þunglyndi og þessvegna er mikið af kannabisfíklum á þunglyndislyfjum. Og svo er bara öllu blandað saman. Þetta hef ég ekki lesið neinsstaðar. Þetta hef ég séð gerast hjá elsta syni mínum sem var duglegur námsmaður, á kafi í íþróttum, með gott sjálfsmat og átti fullt af vinum. Í dag er hann "týndur" einhvernstaðar á kafi í neyslu. Og höfum það á hreinu, það eru ekki "hörðu" efnin sem draga hann til helvítis í fráhvörfum heldur kannabisefnin. Þessvegna er hægt að segja að ranghugmyndirnar séu til staðar, ekki bara hjá krökkum heldur allsstaðar. Þeir sem halda að gras sé skaðlaust eru með ranghugmyndir.

Bryndís (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 12:31

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

@Bryndís:

Og þau leiða oft til neyslu amfetamíns vegna þess að menn verða svo þungir af kannabisefnum að þeir þurfa eitthvað til að hífa sig upp eftir á.

Þetta er rangt. Flestir þeirra sem neyta kannabis neyta ekki annarra efna.

Ánetjun kannabisefna er líka ávísun á þunglyndi og þessvegna er mikið af kannabisfíklum á þunglyndislyfjum

Þetta er líka rangt. Þó talið sé að mikil neysla geti aukið líkur á þunglyndi, hefur líka verið sýnt fram á að THC í litlum skömmtum minnkar þunglyndi.

 Þetta hef ég ekki lesið neinsstaðar. Þetta hef ég séð gerast hjá elsta syni mínum

Einmitt. Þú ert að alhæfa út frá einum aðila. Ég gæti þá eins sagt að menn verði háðir rítalíni ef þeir drekka mjólk sem börn. Eg get alveg lofað þér því að þú þekkir ansi marga sem hafa prófað að reykja kannabis.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.3.2011 kl. 12:50

4 identicon

sammála síðasta ræðumanni

páll (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 15:40

5 identicon

" Og höfum það á hreinu, það eru ekki "hörðu" efnin sem draga hann til helvítis í fráhvörfum heldur kannabisefnin."

Þetta er rangt. Gras hefur lítil sem engin fráhvörf. Maður sem myndi reykja gras í miklu magni, á hverjum degi í heilt ár myndi að sjálfsögðu finna fyrir breytingum ef hann myndi síðan hætta því. En ekkert í líkingu við þau fráhvarfaeinkenni sem t.d. sígarettur valda.

Svo eru alltaf tekið dæmi um fólk sem hefur notað svona efni í óhófi. Auðvitað er allt skaðlegt í óhófi. Varla myndi nokkur maður vera hraustur ef hann drykki sig fullan á hverjum degi. 

Það er ekki grasið sem lætur þig detta úr skóla eða missa vinnuna heldur þú sjálfur. Annars væri u.þ.b. 50 milljónir Bandaríkjamanna latir "grasfíklar". Ég er í skóla sjálfur og ekki er ég að fara að hætta í honum, soga spítt upp í nös og kenna síðan grasinu um það.

Brútus (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 16:32

6 identicon

löglegt um leið og þeir finna gott skattaplan á þetta.

smokeandlearn (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Guðmundsson

Höfundur

Óskar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 485

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband