Fábjánar fá ekkert!

Nú tekur steininn endanlega úr. Þingið og þá sérstaklega sjávarútvegsráðuneytið er greinilega uppfullt af hálfbjánum og fábjánum sem vilja ekkert frekar en að koma öllum arði fiskveiða úr landi.

Nú er algjörlega víst að hvert eitt útgerðarfyrirtæki stofnar sér eignarhaldsfélag á erlendri grundu og selur aflann þangað til að koma út á núlli, þ.e.a.s. enginn arður fyrir ríkið til að gera upptækt.

Það er í raun ekki undarlegt að það hafi komið upp í umræðu á síðasta ári að setja Ísland undir þak sérstakra trygginga þar sem sjávarútvegsfyrirtæki geta keypt sér tryggingu gagnvart þjóðnýtingu enda er augljóst á drögunum  http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/10904  að 1. greinin sem getur á um eignaréttin er þverbrotin í 11. grein og þar á að fara fram eignaupptaka/þjóðnýting.

Eitt stingur þó sérstaklega og það er forheimskan ráðamanna að halda GJÖLDUM sér en tala ekki um þau sem það sem þeu í raun eru AÐRIR SKATTAR.

"Sérstakt gjald" hér er ekkert öðruvísi en "fasteignagjöld" eða "stimpilgjöld", hreinn og beinn SKATTUR og er líklegt þrákelnir sauðir við Austurvöll haldi áfram að reyna að greina þar á milli til að fela hrikalegar skattahækkanir, tekjutengingar til jöfnuðar niður og hreinlega, eins og í tilviki fyrrgreinds frumvarps, hreinlega þjófnaðar.

Það er algjörlega ljóst að greinfdarvísitala þingmanna hefur fallið gríðarlega á undanförnum árum og miðað við gjörðir ("stupid is what stupid does") eru þeir í mestu vandræðum með að ná vísutölu greindar uppúr skónúmerinu.


mbl.is Skili ríkinu 18 til 20 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Guðmundsson

Höfundur

Óskar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 395

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband