320þ.

Nú eru komin fram neysluviðmið frá umboðsmanni skuldara.

Ef miðað er við Velferðaráðuneytið síðan í fyrra og bætt við 4,4% vegna verðbólgu eru viðmiðin fremur lág og í sumu hreinlega óraunhæf.

Vísitölufjölskyldan (foreldrar og 1 barn í skóla, 1 á leikskóla) þarf skv velferðaráðuneyti 400þ. fyrir utan samgöngur og húsnæði. Með því 659.000 sem eru síðan um 1.1 milljón í tekjur.

Hjá UMS, 273.500, þ.a. 59.000 í samgöngur. Sú fjölskylda á s.s. kannski bíl en hefur ekki efni á bensíni (25þ. fjármögnun, 10þ. tryggingar, 15þ. varahl., 30þ. bensín eru 80þ.) og engin tekur heldur strætó. Kmist þau af í 80fm bætist við um 100þ. Þrétt fyrir mjög hógværar upphæðir þarf hvort foreldri um sig að hafa 311.250. Sé annað þeirra atvinnuleust þarf hitt að slaga í 500þ.

Hér er því nokkuð ljóst að mv.v http://eyjan.is/2012/03/26/136-islendinga-undir-lagtekjumorkum-arid-2011/ er 50% þjóðarinnar undir viðmiðunum og í raun lepur það dauðan úr skel.

Reynist þetta  http://andriki.is/post/20004222190 rétt er JÖFNUÐURINN í raun FÁTÆKRAGILDRA.

Jóhanna, Steingrímur og í raun Alþingi allt má skammast sín.

 


mbl.is Einstaklingur þarf 122.249 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gama þætti mér að sjá ráðherra lifa af þessum skítalaunum !

Ég leigi litla 60 fermetra íbúð í miðbænum. Borga 89 þús fyrir hana m/hita.

rafmagn, sími (verð að hafa útaf vinnu) eru um 18.000

Ætti þá rúm 15 þús eftir til að borða, strætó lyf o.fl.

Skammist ykkar ráðamenn að láta svona tölur frá ykkur !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 16:18

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr heyr! Þeir mega skammast sýn!

Sigurður Haraldsson, 4.4.2012 kl. 21:43

3 identicon

Þetta er ekki fyrsta fréttin sem ég les eða heyri flutta í fjölmiðlum uppá síðkastið þar sem varpað er fram og birt, eins og um sjálfsagðan hlut sé að ræða, málflutning aðila sem ekki vilja horfast í augu við raunveruleikan sem samfélagið þarf að búa við í dag. Fjölmiðillinn birtir þetta án eign athugasemda eða eftirfylgni. Ráðamönnum er ekki still upp við vegg og þeir látnir útskýra og þeir svo leiðréttir eftir þörfum. Semsagt, fjölmiðlar birta þvæluna athugasemdalaust í stað þess að vinna með samfélaginu og leggja þessum aðilum línurnar. Verkalíðsfélögin, sameiningar-afl launþega landsins, gera ekki neitt til að stuðla að bættum lífskjörum. Á meðan vinna fjármálastofnanir og ríki að því að segja fólki hvernig það á að skrimta og mergsjúga þær hræður sem enn hafa ekki flúið af landinu. Ömurleg að horfa uppá þetta leikrit!

Hilmar Andri Hildarson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 01:34

4 identicon

Birgir Guðjónsson. Það er enginn húsnæðiskostnaður inn í þessum tölum hjá UMS.

Grétar (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 06:48

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Neysluviðmið á heimasíðu Velferðaráðuneytisins eru útreikningar á meðalneyslu fjölskyldna í landinu og því eðlilegt að um það bil helmingur fjölskyldna sé undir þvi. Það er einfaldlega eðli meðaltala nema í þeim tilfellum sem dreifingin er mjög skekkt. Um það bil 60% launþega er með tekjur undir meðallaunum og væntanlega er þetta svipað varðandi neyslu. Neysluviðmiðið á heimasíðu Velferðaráðuneysisins sýnir því á engan hátt það sem þarf til að framfelyta sér því inni í því er fólk með mjög háar tekjur og því mikla neyslu með miklum lúxus.

Þessar tölur á heimasíðu Umboðsmanns skuldara er ætlað að vera mat á lágmarksframfærsluþörf fyrir utan greiðslur af lánum og húsnæðiskostnaðar. Þær eru síður en svo ofmat á lágmarkskostnaði enda vel hægt að lifa af þessum upphæðum enda fjöldi fjölskildna sem lifir ágætlega af lægri upphæðum. Hvað samgöngukostnðinn varðar þá er einmitt ekki gert ráð fyrir lánum í honum heldur eðeins rekstrarkostnaði bílsins enda þessum tölum ætlað að meta hvarsu mikið er eftir af tekjunum til að greiða lánin hjá fólki í greiðsluaðlögun. Þess vegna eru greiðslur af lánum eðlilega ekki inni í þessum upphæðum.

Sigurður M Grétarsson, 5.4.2012 kl. 14:14

6 identicon

þetta eru útreikningar fyrir fólk í skuldaaðlögun, eftir að greitt hefur verið fyrir húsnæði.

rúmlega 100þúsund í mat og aðra eyðslu. fólk í skuldaaðlögun og þrengingum getur auðsjáanlega ekki lifað glamúrlífi með utanlandsferðum, ferðum á veitingastaði vikulega eða leikhús og bíóferðum 2 í viku en andskotakortnið þá er hægt að borða vel fyrir 120þús á mánuði.

brynjar (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 15:32

7 identicon

"Í neysluviðmiðunum segir að gera þurfi sérstaklega ráð fyrir föstum liðum í framfærslu s.s. rafmagni, hita, dagvistun, húsaleigu, fasteignagjöldum og fleiru samkvæmt greiðsluseðlum."

Þetta þýðir að gert er ráð fyrir að einstaklingar þurfi 122 þúsun AUKALEGA, eftir að hafa greitt rafmagn, leigu og allt annað sem talið er upp í þessum lista.

Einar (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 18:15

8 identicon

Takk öll fyrir innlitið.

Vissulega er búið að fjarlægja sumt en liðirnir sem eftir standa eru langtum lægri en gerði ráð fyrir í neysluviðmiðum Velferðarráðuneytis frá í fyrra.

Einnig er ekki get ráð fyrir sérfræðilækningum sem t.d. tannlækningar eru því miður orðinn partur af.

Einnig er ekki gert ráð fyrir sérþörfum barna.

Seingrími og Slowhönnu þykja þetta máski blóðpeningar en það er þá einnig ljóst að þau hljóta að treysta sér að lifa á þessu sjálf, eða hvað?

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 20:03

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óskar. Eins og ég sagði í fyrri athugasemdinni minni þá er viðmið Velferðaráðuenytisisn einfaldlega útgreikningur á meðalneyslu þjóðarinnar þar með talið mjög tekjuhárra einstaklinga sem leyfia sér mikinn lúxus og því engan veginn viðmið um það hvað þarf til að ná endum saman. Þau viðmið sem eru hjá Umboðsmanni skuldara eru ekkert annað en fyrisagnir þess viðmiðs miðast við. Sérfræðilækningar og tannlækningar eru mjög einstaklingsbundnir liðir og er himinn og haf milli tveggja fjölskyldna hvað það varðar og því ekki hægt að setja eina tölu fram um það. Ég geri fastlega ráð fyrir að ef slíkir liðir verða stórar upphæðir að tekið sé tillit til þess rétt eins og dagvistargjalda. Það sama á við um sérþarfir barna. Þetta eru einfaldlega almenn viðmið.

Jóhanna og Steingrímur koma þessu máli ekkert við enda eru það ekki þau sem setja þessi viðmið. Það þarf að taka tillit til tveggja sjónarmiða í þessu máli. Annars vegar sjónarmiðsins um að fjölskyldur í greiðsluvanda hafi nægt neyslufé sér til framfærslu og þess að þeir sem hafa lánað því fé fái sanngjarnan hluta af tekjum þeirra upp í skuldir þeirra. Gleymum því ekki að það tap sem þeir aðilar verða fyrir vegna þeirra fjölskyldna sem eru í grfeiðsluvanda lendir á öðrum lántökum þeirra því vaxtaprósentur taka alltaf mið af því að þurfa að standa undir eðlilegri ávöxtun auk þess að dekka tap vegna lántaka sem ekki geta greitt sínar skuldir. Við skulum heldur ekki gleyma því að þetta eru viðmið til þriggja ára og gera því ekki ráð fyrir endurnýun neinna húsgagna, tækja eða annarra dýrra hluta sem endast til lengri tíma en það. Langtímaviðmiðin eru því hærri en þetta.

Sigurður M Grétarsson, 6.4.2012 kl. 05:42

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað varðar greinina hjá Andríki sem þú vísaðir til í upphaflegri athugasemd þinni þá er það einfaldlega afleiðing af hruninu að allir hafa lakari lífskjör en á síðustu árunum fyrir hrun. Þegar við bætist að á seinustu árunum fyrir hrun lifðum við sem þjóð langt um efni fram þannig að þau lífskjör sem við lifðum þá við og voru einhver þau bestu í heiminum voru án innistæðu. Það er því út í hött að bera saman lífskjör árið 2008 og 2011 sem viðmið fyrir það hvernig tekist hefur til við efnahagsstjórnun eftir hrun. Ef eitthvað er þá sýnir þetta fyrst og framst klúðrið hjá þeim stjórnvöldum sem voru hér við völd þegar öll þessi þennsla fór af stað sem á endanum olli hruninu. Þetta er því fyrst og fremst áfellisdómur yfir ríkisstjórn Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks sem leiddi okkur út í þessa miklu þennslu og í framhaldi af því út í hrunið.

Sigurður M Grétarsson, 6.4.2012 kl. 05:48

11 identicon

það er hægt að lifa á 120 þús kalli.

bara leigir á svona 60 einhverja kompu.

kaupir aldrei neitt nema mat og kannski einstaka ódýrt. (á svona 2 mánaða fresti lol)

mátt ekki skulda neitt, né eiga bíl og svo helst eiga góða ættingja með djúpa vasa.

svo má aldrei neitt koma uppá , nema eigir góða ættingja.

annars bölvað væl í landanum, lifði á 120 kalli í nokkur ár (160 á mánuði, 60 í leigu, 40 kall til að safna fyrir að komast út til að ná í konu mína (hamingjusamlega gift núna í eitt ár :))

10 kall í internet (til að geta talað við konuna :)) og restin í mat og hinar og þessar skuldir (fáar, aðallega borga upp opinberar skuldir sem söfnuðust upp á þeim tíma er ég var betlari (var með engar tekjur, punktur í 2 ár og fékk 600 þús króna rukkun frá selfossi fyrir að fá að hafa búið þar :)) (en ég er öryrki eftir 20 ára baráttu við sjúkdóm sem lagði mig loks)

reglulega svo sleppti maður því að eta eða fór að betla mat hjá ömmu lol :)

oh þetta er alveg hægt :) ;) lol

hafið það gott elskurnar :)

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 6.4.2012 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óskar Guðmundsson

Höfundur

Óskar Guðmundsson
Óskar Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband